Náðu í appið

Blood Sucking Freaks 1976

(The Incredible Torture Show)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Only Once in a Century Can Such Evil Live...

84 MÍNEnska

Sardu, meistari leikhúss óhugnaðarins, og aðstoðarmaður hans Ralphus, stjórna sýningu sem dulbúin er sem töfrasýning, en í staðinn pynta þeir og myrða fólk fyrir framan áhorfendur.

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Þetta er ekki mynd sem maður myndi biðja um úti á leigu. “Afsakið, er Bloodsucking Freaks inni”? Þessi mynd er allt öðruvísi en ég bjóst við, hún var bara ansi létt og ég skemmti mér vel. Myndin segir frá Master Sardu og pyntingarsýningu hans. Á sýningum eru berrassaðar konur pyntaðar, aflimaðar og drepnar. Það sem áhorfendur vita ekki er að allt er raunverulegt. Myndin er mjög sjúk en samt einhvernveginn getur maður alls ekki tekið þetta alvarlega. Tæknibrellurnar eru of lélegar, leikurinn of silly og svo er aðstoðarmaður Sardu snaróður dvergur. Það er mjög áhugavert að sjá myndir frá þessu tímabili, það einhvernveginn mátti allt. Þessi mynd er eitthvað óskilgreint, hvorki fulg né fiskur. Hún er ekki varla hryllingsmynd, það er engin spenna en nóg af ofbeldi. Hún er ekki grínmynd en hún er samt fyndin. Ég vill samt taka fram að það er alveg söguþráður sem er nokkuð góður. Ég er samt engu nær að skilja titilinn, það eru engin bloodsucking freaks sjáanleg. Kannski er verið að vitna í allsberu mannætukonurnar í búrunum í kjallaranum, hlýtur að vera.

Myndin gengur líka undir nöfnunum The Incredible Torture Show, Heritage of Caligula, The House of the Screaming Virgins. Leikstjórinn segist hafa fengið innblástur frá S&M ballet sýningu og myndum á borð við Ilsa, She Wolf of the SS.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn