Aðalleikarar
Leikstjórn
Svipaðar myndir


Gagnrýni (1)
Grandma´s Boy er grínmynd sem ég hafði ekki heyrt um en bróðir minn krafðist þess að ég myndi horfa á hana. Myndin fjallar um tölvuleikjagúrúinn Alex sem neyðist til að flytja inn til ömmu sinnar og vinkvenna hennar. Allen Covert leikur ömmustrákinn. Hann er mjög góður grínleikari sem ekki margir vita um. Hann hefur verið aukahlutverk í ótal grínmyndum en ég held að þetta sé hans fyrsta aðalhlutverk. Endilega leiðréttið mig ef svo er ekki. Linda Cardellini (Freaks and Geeks, ER) leikur standard gelluna á svæðinu. Það er eitthvað mjög jummy við hana. Svo er fullt af fyndnum aukahlutverkum með t.d. Jonah Hill og Joel Moore. Það er líka mjög gaman að sjá fræga leikara í pínu hlutverkum eins og Rob Schneider og David Spade. Sagan er kannski ekki upp á marga fiska en þetta er mjög fyndin grínmynd. Húmorinn er ekki mjög fágaður en stundum er aulahúmor málið, horfið bara á sýnishornið. Mæli með þessari!
“Dude, jerking off on my mom is one thing. But banging your grandmother and her roommates? That's like... legendary.”
Tengdar fréttir
31.12.2020
Stjörnurnar sem kvöddu okkur á árinu
06.09.2011
Sandler-grínmynd breytir um nafn