Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Maniac er ekki þessi venjulega 80´s slasher mynd, hún er hinsvegar ein alræmdasta hryllingsmynd frá þessu tímabili. Ástæðan er sú að það er reynt að gera allt eins raunverulegt og hægt er. Þá er ég ekki bara að meina ofbeldisatriðin heldur líka persónur. Myndin tekur sig mjög alvarlega og minnir eignlega alls ekki á hryllingsmynd. Meira einhverskonar sálfræði drama um snarvitlausan einstakling. Það er reyndar ekki svo mikið ofbeldi, meira svona karakter study eins og sagt er. Joe Spinelli leikur morðingjann Frank Zito mjög sannfærandi. Hinn víðfrægi Tom Savini sér um brellur og leikur lítið hlutverk.
Myndin segir frá fjöldamorðingja sem drepur konur, fjarlægir höfuðleðrið og neglir það á gínur í íbúðinni sinni. Svo talar hann við gínurnar eins og að þær séu lifandi. Frekar brenglaður. Þessi mynd er óvenjuleg að því leiti að morðingjanum er fylgt eftir allan tímann, svipað og Henry: A Portrait of a Serial Killer. Myndin tekur samt óvænta stefnu um miðju með ástarsambandi á frekar venjulegum nótum, þar til því líkur þ.e.a.s. Það er miklu meiri dýpt í þessari mynd en venjulegum stalker/slasher myndum. Áhugaverð mynd fyrir áhugasama áhugamenn.