Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnÍ myndinni er ljótt orðbragð

The Breed 2006

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi

They can smell your fear.

91 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 27% Critics
Rotten tomatoes einkunn 29% Audience

Fimm krakkar úr menntaskóla fara í frí í sumarbústað á framandi eyju til að skemmta sér ærlega og slappa af. En þegar hundur ræðst á einn úr hópnum þá ákveða vinirnir að flýja eyjuna. Þeir sjá þá að flugvélin sem þau komu með hefur verið ýtt út á flot af hundunum. Nú þarf hópurinn að berjast við kvikindin upp á líf og dauða.

Aðalleikarar


Stundum finnst mér eins að allar bandarískar hryllingsmyndir fjalli um hóp af unglingum í ferðalagi sem fer úrskeiðis á einhvern hátt. The Breed fjallar um unglinga sem fljúga á eyju og ætla að detta hressilega í það í sumarbústað a la Cabin Fever og Evil Dead. Fljótlega komast þau að því að á eyjunni gengur laus hjörð af villtum og blóðþyrstum hundum. Hundarnir eiga að vera genabreyttir og með einskonar varanlegt hundaæði. Vandamálið er að þeir eru bara venjulegir hundar (þýskir fjárhundar) og bara ósköp sætir. Það er ekkert búið að gera þá skítuga eða extra stóra og ljóta. Þeir eru ógnandi á vissan hátt en Cujo myndi éta þá alla lifandi. Myndin er frekar týpísk en mér leiddist samt aldrei. Stærsta nafnið í leikarahópnum er Michelle Rodriguez sem er alltaf eins en samt sexí. Ég var engan veginn að kaupa það hvers gáfaðir þessar hundar voru. Genabreyttir eða ekki, hundar eru heimskir. Ef þessi mynd er einhverntímann í sjónvarpinu kl. 11 um helgi getið þið látið vaða en ég mæli ekki með að borga fyrir hana.

Þetta er fyrsta mynd leikstjórans en hann hefur unnið að gerð fleiri hryllingsmynda. Hann lék í Martin eftir George A. Romero og vann við upptökur á þeirri mynd ásamt Dawn of the Dead og Day of the Dead. Hann var líka einn af framleiðendum Scream 1-3.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

22.11.2013

VIÐTAL: Bjarni Gautur

Sælir kæru lesendur. Á þessum föstudegi kem ég með viðtal við leikstjóra myndarinnar Knight of the Living Dead. Sú íslenska kvikmynd er ódýr hryllings-komedía, frá árinu 2005. Viðmælandi minn að þessu sinni er...

22.11.2013

Knight of the Living Dead - viðtal

Sælir kæru lesendur. Á þessum föstudegi kem ég með viðtal við leikstjóra myndarinnar Knight of the Living Dead. Sú íslenska kvikmynd er ódýr hryllings-komedía, frá árinu 2005. Viðmælandi minn að þessu sinni er...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn