Náðu í appið
The Breed

The Breed 2006

87 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 27% Critics
The Movies database einkunn 5
/10

Aðalleikarar

Handrit

Gagnrýni (1)


Stundum finnst mér eins að allar bandarískar hryllingsmyndir fjalli um hóp af unglingum í ferðalagi sem fer úrskeiðis á einhvern hátt. The Breed fjallar um unglinga sem fljúga á eyju og ætla að detta hressilega í það í sumarbústað a la Cabin Fever og Evil Dead. Fljótlega komast þau að því að á eyjunni gengur laus hjörð af villtum og blóðþyrstum hundum. Hundarnir eiga að vera genabreyttir og með einskonar varanlegt hundaæði. Vandamálið er að þeir eru bara venjulegir hundar (þýskir fjárhundar) og bara ósköp sætir. Það er ekkert búið að gera þá skítuga eða extra stóra og ljóta. Þeir eru ógnandi á vissan hátt en Cujo myndi éta þá alla lifandi. Myndin er frekar týpísk en mér leiddist samt aldrei. Stærsta nafnið í leikarahópnum er Michelle Rodriguez sem er alltaf eins en samt sexí. Ég var engan veginn að kaupa það hvers gáfaðir þessar hundar voru. Genabreyttir eða ekki, hundar eru heimskir. Ef þessi mynd er einhverntímann í sjónvarpinu kl. 11 um helgi getið þið látið vaða en ég mæli ekki með að borga fyrir hana.

Þetta er fyrsta mynd leikstjórans en hann hefur unnið að gerð fleiri hryllingsmynda. Hann lék í Martin eftir George A. Romero og vann við upptökur á þeirri mynd ásamt Dawn of the Dead og Day of the Dead. Hann var líka einn af framleiðendum Scream 1-3.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Sjá allar gagnrýnir
Skrifa gagnrýni
Skrifa gagnrýni
Fyrirsögn
Senda inn
(Anda rólega, getur tekið smá tíma að fara yfir)
Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn