Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Ung kona frá New York erfir hótel í Louisiana en veit ekki að það er byggt á einu af sjö hliðum til heljar! Skelfilegir hlutir fara að gerast og allt breytist í blóðuga martröð. The Beyond er frægasta mynd ítalska horror meistarans Lucio Fulci. Það er drungalegt andrúmsloft í myndinni og handritið er merkilega vel úthugsað og skemmtilegt. Ógnirnar eru af ýmsum toga. Það eru uppvakningar, kónuglær, brjálaður hundur og vofur. Það eru virkilega viðbjóðsleg atriði í þessari mynd. Eins og þegar tarantúlur borða andlit á manni í nærmynd. Það er meira en blóð hér á bæ, hvað er nú íslenska orðið yfir gore?
Þetta er ein af þessum myndum sem ég hef alltaf ætlað að sjá. Ég ætla að gera meira í því í frmatíðinni að leita uppi þessar klassísku myndir sem maður hefur heyrt svo mikið um. Það getur bara verið hollt The Beyond er mjög skemmtileg ef maður hefur gaman af yfirnáttúrlegum hryllingsmyndum. Prófið einhverntímann að sleppa Survivor eða One Tree Hell og taka séns á einhverju sem er pínu öðruvísi. Ég mana ykkur.
“And the day the gates of hell are opened, and that day the dead will walk the earth”.