Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Harper er eðal 60´s Hollywood mynd eins og þær gerast bestar. Newman leikur sjarmerandi og tungulipran einkaspæjara sem er ráðinn til að rannsaka hvarf á óvinsælum milljónamæringi. Rannsóknin leiðir Harper inn á óvæntar slóðir sem er kannski ekki svo óvænt út af fyrir sig. Við ættum kannski að ráða hann til að finna Kaupþings menn. Myndin er létt og skemmtileg og GLORIOUS TECHNICOLOR skemmir ekki fyrir. Klárlega ein af bestu myndum Paul Newman, megi hann hvíla í ró og næði.
Karakter Newman átti að heita Archer en Newman bað um að nafninu yrði breytt í Harper og að það yrði titillinn á myndinni. Ástæðan er sú að Newman var á því að myndir hans sem byrjuðu á H myndi ganga betur, samanber Hud, The Hustler og seinna Hombre og The Hudsucker Proxy.
Myndin er gerð eftir bókinni The Moving Target eftir Ross MacDonald. Það var gert framhald af myndinni með Newman aftur sem Harper, þ.e. The Drowning Pool.