Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Wu-Tang er ein af stærstu og vinsælustu hip hop grúbbum allra tíma. Helsti styrkleikur grúbbunnar liggur í miklum fjölbreyttum og hráum hæfileikum sem tókst að beisla og “fókusera” í eina hugmyndafræði. Hugmyndin og nafnið kom úr kung-fu myndum um Shaolin og The Wu Tang Clan. RZA er höfuðpaurinn og heilinn á bakvið allt saman. Hans hægri hönd er GZA (The Genius). Því næst má í raun flokka meðlimina í pör. Fyrst er það Method Man og Ol´d Dirty Bastard (RIP) sem eru furðufuglar með mikla persónutöfra. Næst koma Inspector Deck og Masta Killah sem eru jafnvægislóðið, alltaf þéttir og öruggir. Svo eru það Raekwon og Ghostface Killah sem eru oft með flóknar rímur og kröftugar sögur. Afgangsliðir eru U-God og Cappadonna sem koma oft sterkir inn en hafa ekki sannað sig nægilega vel á sóló plötum.
Félagarnir ólusta allir upp saman í Staten Island og myndin rekur sögu þeirra fyrstu plötunni. Það er talað um einstaka lög eins og Protect Ya Neck, M.E.T.H.O.D. Man og C.R.E.A.M. Þeir fóru ótrúlega hratt frá því að vera óþekktir í það að vera á allra vörum. Þessi mynd er í raun söguleg yfirferð grúbbunnar. Myndin skiptir hinsvegar um gír þegar það er hálftími eftir og fer út í vandræðagang Ol´ Dirty og dauða hans. Þetta er einfaldlega skemmtileg heimildarmynd um eina mögnuðustu tónlistargrúbbu allra tíma.