Náðu í appið
Hellboy Animated: Sword of Storms

Hellboy Animated: Sword of Storms 2006

73 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 56% Critics
The Movies database einkunn 6
/10

Háskólaprófessor les forboðið handrit og við það taka tveir djöflar sér bólfestu í honum, sem kenndir eru við þrumur og eldingar. Djöflarnir vilja vekja upp bræður sína, drekana. Hellboy og fylgdarlið hans fer til Japans til að kanna hvar Hellboy getur fundið stormsverðið, sem flytur hann inn í heim japanskra þjóðsagna.

Aðalleikarar

Svipaðar myndir


Gagnrýni (1)


Þetta er önnur af tveimur Hellboy teiknimyndum sem voru gerðar á milli leiknu myndanna. Allir helstu leikarar mæta til að tala fyrir sínar persónur, þ.e. Ron Perlman, Selma Blair og Doug Jones. Það hefur greinilega verið mikið lagt í myndina þar sem hún er mjög vönduð og flott. Handritið er líka þétt og áhugavert. Ég hef ekki mikið um þessa mynd að segja annað en að hún var mun betri en ég átti von á og ég mæli hiklaust með henni, sérstaklega fyrir þá sem höfðu gaman af leiknu myndunum og/eða Hellboy blöðunum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Sjá allar gagnrýnir
Skrifa gagnrýni
Skrifa gagnrýni
Fyrirsögn
Senda inn
(Anda rólega, getur tekið smá tíma að fara yfir)
Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn