Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Ruslið sem maður horfir á. Ég hafði aldrei heyrt um þessa mynd enda hafa örugglega ekki margir séð hana. Ég fékk nokkrar myndir á flakkarann minn sem ég þekki ekki og ákvað að velja eina af handahófi. Það sem kom á skjáinn var low budget mynd um mann sem lendir í einu því versta sem karlmenn geta hugsað sér. Conrad (hetjan okkar) kemst að því upphaflega að kærastan hans hafi leikið í klámmynd fyrir nokkrum árum. Hann bilast algjörlega og hendir kærustunni út. Hún verður rosa fúl og ákveður að klippa af honum typpið...já þið heyrðuð rétt, hún sækir skæri og klippir gaurinn af. Læknir saumar Conrad saman og setur inn plaströr sem hann getur pissað í gegnum (það er sýnt). Næst hringir ex-kærastan og segist vera með typpið í kæli og vill fá heila $560 í lausnargjald svo hann geti látið græða hann aftur. Conrad fer svo af stað í leit að kærustunni og typpinu, segi ekki meir.
Í guðanna bænum ekki horfa á þessa mynd ef þið finnið hana, hún er rusl frá A-Ö. Ég varð samt að klára hana bara til að sjá hvort að aumingja maðurinn fengi vininn aftur ;-)