Náðu í appið
Idi i smotri
Bönnuð innan 16 ára

Idi i smotri 1985

(Come and See)

Frumsýnd: 27. maí 2011

136 MÍNRússneska
Rotten tomatoes einkunn 97% Critics
The Movies database einkunn 8
/10
Hlaut margvíslega viðurkenningu og verðlaun á sínum tíma, ma. gullverðlaunin á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Moskvu.

Ungur drengur neyðist til að berjast með andspyrnuhreyfingunni í Hvíta-Rússlandi gegn ofurafli hins miskunnarlausa þýska innrásarhers. Eftir að drengurinn verður vitni að hörmungum og hryllingi seinni heimsstyrjaldarinnar tapar hann sakleysi sínu og í kjölfarið vitinu.

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit

Svipaðar myndir


Gagnrýni (1)


Come and See er rússnesk stríðsmynd um atburði sem gerðust í Rússlandi í seinni heimstyrjöldinni. Það er ekkert skafið af hryllingnum og maður finnur strax að maður er ekki í Hollywoodlandi. Sagan fylgir ungum dreng sem er tekinn af heimili sínu og neyddur til að berjast í einskonar andspyrnuhreifingu gegn Þjóðverjum. Þetta er mynd sem er ekki auðvelt að horfa á en hún sýnir ekki hrylling bara hryllingsins vegna. Það er verið að reyna að koma skilaboðum til skila og sjá til þess að fortíðin gleymist ekki. Mynd sem maður gleymir ekki í bráð. War is hell.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Sjá allar gagnrýnir
Skrifa gagnrýni
Skrifa gagnrýni
Fyrirsögn
Senda inn
(Anda rólega, getur tekið smá tíma að fara yfir)
Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn