Náðu í appið

The Man from Earth 2007

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
87 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 100% Critics
The Movies database einkunn 8
/10

Aðalleikarar

Handrit

Gagnrýni (1)


The Man From Earth er heillandi mynd sem ég hafði ekki heyrt um og vissi ekkert um þegar ég sá hana. Ég veit ekki hvort að þessi saga hefur verið gerð sem leikrit en hún gæti pottþétt verið það þar sem hún gerist næstum öll í einu herbergi og í rauntíma.

David Lee Smith leikur ungan prófessor sem ákveður að kveðja vini sína til 10 ára án útskýringar. Vinir hans eru allir prófessorar í mismunandi greinum og rembast við að draga upp úr honum af hverju hann er að fara. Þegar Smith segir þeim að hann sé í raun 14.000 ára hellisbúi eldist ekki fer af stað mögnuð umræða. Það er farið yfir sögu mannkyns, trúarbrögð sem fléttast inn í sálfræði og rökræður á háu plani. Ég er ekki nógu klár til að geta tekið þátt í svona samræðum en þetta er ótrúlega skemmtileg mynd. Tony Todd er frægasta nafnið en allir leikarar eru góðir. Það væri hægt að flokka þessa mynd sem vísindaskáldsögu en hún minnir mig mest á 12 Angry Men.

“I'm going home and watch Star Trek for a dose of sanity.”
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Sjá allar gagnrýnir
Skrifa gagnrýni
Skrifa gagnrýni
Fyrirsögn
Senda inn
(Anda rólega, getur tekið smá tíma að fara yfir)
Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn