Náðu í appið
Bönnuð innan 12 ára

En plein coeur 1998

(In All Innocence)

Fannst ekki á veitum á Íslandi
101 MÍNFranska

Cécile og Samira ná ekki endum saman og geta ekki borgað leiguna af íbúðinni í París. Á leið eftir götunni sjá stúlkurnar tvær opnun myndlistarsýningar og ákveða að kíkja inn. Þar er lögfræðingurinn Michel Farnèse og eiginkona hans Viviane, sem er myndlistarmaður. Á meðan Samira fer og fær sér veitingar, stelur Cécile nokkrum veskjum úr anddyrinu.... Lesa meira

Cécile og Samira ná ekki endum saman og geta ekki borgað leiguna af íbúðinni í París. Á leið eftir götunni sjá stúlkurnar tvær opnun myndlistarsýningar og ákveða að kíkja inn. Þar er lögfræðingurinn Michel Farnèse og eiginkona hans Viviane, sem er myndlistarmaður. Á meðan Samira fer og fær sér veitingar, stelur Cécile nokkrum veskjum úr anddyrinu. Stúlkurnar fara út, og Michel tekur eftir að veskið er týnt. Síðar reyna þær stöllur að ræna kínverskan gimsteinasala, en það fer allt handaskolum og Cécile sleppur, en Samira er handtekin. Cécile þarf lögfræðing og finnur nafnspjald Michel í veski hans, og hann tekur að sér málið, þar sem stúlkan er úr sama fátæka hverfinu og hann ólst upp í. ... minna

Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn