Náðu í appið
Bönnuð innan 14 ára

Not Quite Hollywood 2008

(Not Quite Hollywood: The Wild, Untold Story of Ozploitation!)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 17. apríl 2009

The wild, untold story of OZploitation!

103 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 95% Critics
The Movies database einkunn 76
/100

Villt og tryllt heimildarmynd um ósagða sögu "OZPLOITATION" myndanna; tímabils þegar áströlsk kvikmyndagerð fór á flug og færði okkur fjölda snilldarmynda sem áttu það sameiginlegt að vera stútfullar af kynlífi, ofbeldi, hryllingi og hasar. Það er sjálfur Quentin Tarantino sem rekur sögu þessara kvikmynda á 8. og 9. áratugnum og áhrif þeirra á leikstjóra... Lesa meira

Villt og tryllt heimildarmynd um ósagða sögu "OZPLOITATION" myndanna; tímabils þegar áströlsk kvikmyndagerð fór á flug og færði okkur fjölda snilldarmynda sem áttu það sameiginlegt að vera stútfullar af kynlífi, ofbeldi, hryllingi og hasar. Það er sjálfur Quentin Tarantino sem rekur sögu þessara kvikmynda á 8. og 9. áratugnum og áhrif þeirra á leikstjóra samtímans.... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Ok, þessi mynd er eiginlega nær því að vera einhversskonar rússíbani en bíómynd. Þetta er heimildarmynd um hálfgleymdan flokk af B myndum frá Ástralíu. Eins og titillinn bendir til þá kallast þær Ozploitation, þ.e. Aussie exploitation. Myndinarnar eru ódýrar, kolbrjálaðar og reyna að gera allt í sínu valdi til að skemmta áhorfendunum eins mikið og hægt er. Er það ekki það sem myndir eiga að gera? Hér eru ljósbláar myndir, grínmyndir, hryllingsmyndir og bílamyndir...you name it. Það er virkilega búið að kveikja áhugann minn á mörgum af þessum myndum. Þær sem mig langar ekki að sjá var samt gaman að sjá úr, bara af því að þær eru allar svo brjálaðar.

Myndin skiptist í þrjá hluta sem skýra sig að mestu sjálfir:
1. Ockers, Knockers, Pubes and Tubes.
2. Comatose Killers and Outback Chillers.
3. High Octane Disasters and Kung Fu Masters.

Það er talað við sérfræðinga eins og Quentin Tarantino, George Miller, James Wan og Greg Mclean. Það er gaman að sjá frægu leikarana sem voru plataðir til Átralíu, eins og Jamie Lee Curtis og Dennis Hopper. Helstu myndir sem rætt var um voru Alvin Purple, Australia After Dark, Patrick, Razorback, Dark Age, Lost Weekend, BMX Bandits, Mad Dog Morgan, Road Games, Fair Game og auðvitað Mad Max. Eftirminnilegasti leikarinn er áhættuleikarinn Grant Page sem virtist vera alveg sama um líf sitt og limi, magnaður gaur. Svo var það hinn mjög svo sérstaki Jimmy Wang, kung fu stjarnan, mjög sérstök týpa. Ef ég ætti að gagnrýna eitthvað við þessa mynd þá er eina vandamálið að það er farið yfir svo margar myndir að maður nær ekki alltaf að átta sig á þeim nógu vel. Það er samt erfitt að vera með leiðindi út af því þar sem myndin er áhugaverð, hröð og skemmtilega alla leið í gegn. Ef hún er of hröð þá er bara að horfa á hana aftur! Sjáið þessa ef þið hafið einhvern áhuga á kvikmyndum.

“Who the fuck thinks of this stuff”
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn