Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Hér er lítill gullmoli sem er þess virði að sjá. Myndin segir frá fátækri fjölskyldu í smábæ í Bandaríkjunum (Á milli New York og Quebec) nálægt Mohawk indjánasvæði. Melissa Leo fer með aðalhlutverkið. Hún leikur konu sem í örvæntingu sinni þarf að grípa til ólöglegra úrræða til að bjarga fjölskyldu sinni. Ég ætla ekki að segja of mikið en myndin fer ekki þær leiðir sem ég bjóst við. Myndina má túlka sem ákveðna gagnrýni á þá meðferð sem indjánar eru beittir í Bandaríkjunum. Hún nær líka yfir innflutning ólöglegra innflytjenda og ömurlegan raunveruleika sem margar fjölskyldur búa við á hverjum degi. Þetta er EKKI svona mynd sem rífur hjartað úr manni og hoppar á því eins og Once Were Warriors eða Monster og skilur mann eftir í rusli. Ekki vera hrædd við þessa.
Leo fékk tilnefningu til óskarsverðlauna fyrir hlutverk sitt (tapaði fyri Kate Winslet). Myndin var líka tilnefnd fyrir besta handrit (tapaði fyrir Milk). Myndin vann hinsvegar Grand Jury Prize á Suncance sem eru mjög virt verðlaun.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Vefsíða:
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
17. apríl 2009
Útgefin:
23. júlí 2009