Battle for Haditha
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er ofbeldi
DramaStríðsmyndSöguleg

Battle for Haditha 2007

7.0 7021 atkv.Rotten tomatoes einkunn 68% Critics 6/10
97 MÍN

Í nóvember árið 2005 þá lentu bandarískir hermenn í launsátri íraskra uppreisnarmanna og einn yfirmaður var drepinn. Hefndaraðgerð Bandaríkjamanna var ógnvænleg, og leiddi til fjöldamorðs á 24 mönnum, þar á meðal konum og börnum. Myndin segir sögu af þessum viðburðum sem skóku heiminn á sínum tíma.

Aðalleikarar

Matthew Knoll

Cpl. Matthews

Nathan De La Cruz

Cpl. Marcus

Andrew McLaren

Capt. Sampson

Jase Willette

Pfc. Cuthbert

Leikstjórn

Handrit


UMFJALLANIR AF ÖÐRUM MIÐLUM


Svipaðar myndir


Gagnrýni (1)

Mögnuð mynd
Stundum koma myndir sem rata beint á DVD. Flestar eru óttalegt rusl og ekkert skrýtið að þær rykfalli í hillum leiganna. En þessi mynd, Battle for Haditha, á ekki skilið að gleymast í hillunum. Hér er á ferðinni afar vönduð mynd um atburði sem gerðust í Írak. Myndin fjallar um það þegar herbíll á vegum Bandaríkjahers keyrir á sprengju í vegkantinum með þeim afleiðingum að einn hermaður lést. Atburðirnir sem gerðust í kjölfarið voru vægast sagt hræðilegir en bandarískir hermenn myrtu 24, þar á meðal konur og börn.
Myndin er leikin en samt sett í heimildarmyndarstíl. Leikstjórinn, Nick Broomfield, hefur sérhæft sig í svona myndum. Þessi stíll gefur myndinni aukna dýpt og það er eins og áhorfandinn sé á staðnum. Í myndinni eru þrjár sögur: Saga þeirra sem komu sprengjunni fyrir, saga þeirra landgönguliða sem skutu á saklaust fólk í kjölfar sprengingarinnar og saga þeirra sem lentu í skothríðinni og þessu fjöldamorði.
Myndin flæðir vel, er spennandi, vel leikin og áhugaverð.
Virkilega góð mynd sem ég mæli eindregið með.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Fyrirsögn
Senda inn
(Anda rólega, getur tekið smá tíma að fara yfir)
Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn