Náðu í appið
Alfreð Elíasson & Loftleiðir
Öllum leyfð

Alfreð Elíasson & Loftleiðir 2009

Frumsýnd: 8. maí 2009

116 MÍNÍslenska

Alfreð Elíasson og félagar létu kreppur, spillingu eða gjaldeyrishöft ekki stöðva sig og stofnuðu Loftleiðir og urðu stærsta fyrirtæki á Íslandi.

Aðalleikarar

Handrit

Gagnrýni (1)

Afskaplega vel unnin
Það er óhætt að segja að það sé töluverð gróska í kvikmyndagerð hér á landi sem er af öðrum toga en venjan hefur verið, þ.e. ekki á sviði leikinna mynda, en þær hafa verið hvað vinsælastar undanfarin ár. Nú fyrir skemmstu var Draumalandið frumsýnd í kvikmyndahúsum og nú rekur á fjörur bíógesta önnur vönduð kvikmynd, sem segir sögu Loftleiða og Alfreðs Elíassonar.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson kvikmyndagerðarmaður (20. öldin o.fl.) er maðurinn á bak við heimildamyndina Alfreð Elíasson og Loftleiðir. Hann lét þess getið í viðtali að myndin hefði verið fjögur ár í vinnslu, og það ætti engum að koma á óvart því hér er á ferðinni afskaplega vel unnin heimildamynd.

Samsetningin og uppbyggingin er til fyrirmyndar og ljóst að ráðist hefur verið í umfangsmikla heimildaöflun, m.a. í formi viðtala, ljósmynda og síðast en ekki síst afskaplega áhugaverðra myndskeiða úr sögu Loftleiða. Það má jafnframt gera ráð fyrir því að það hafi styrkt myndina að hún er byggð á bók, nánar tiltekið ævisögu Alfreðs, sem rituð var árið 1984 af Jakobi F. Ásgeirssyni, sem hefur ritað töluvert um sögu 20. aldarinnar, meðal annars um haftaárin – en saga Loftleiða eins og hún er sett fram í myndinni er einmitt ekki eingöngu fyrirtækjasaga heldur líka pólitísk saga landsins á eftirstríðsárunum og fram á áttunda áratuginn, saga einkaframtaksins í skugga ríkisafskipta og haftastefnu.

Þó myndin sé kannski helst til löng, þá er grunnt í húmorinn í viðtölum og samsetningu þeirra og yfirbragðið því létt þó sagan sé nokkuð dramatísk á köflum. Það er einnig nokkuð nýstárlegt sjónarhorn í heimildamyndagerð hér á landi að segja sögu fyrirtækis, þó þetta sé í raun jafnframt saga Alfreðs, og má kannski segja að um sé að ræða eins konar brautryðjendaverk að því leyti. Það er því óhætt að mæla með sögu Alfreðs og Loftleiða fyrir þá sem hafa þó ekki væri nema minnsta áhuga á sögu landsins eða sögu útrásarvíkinga þjóðarinnar um miðja tuttugustu öldina.

María Margrét Jóhannsdóttir.

Athugið að þessi dómur er byggður á "Director's Cut" útgáfu myndarinnar, sem sýnd var á frumsýningu 6. maí sl. og er 14 mínútum lengri en sú mynd sem fer í almenna dreifingu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Sjá allar gagnrýnir
Skrifa gagnrýni
Skrifa gagnrýni
Fyrirsögn
Senda inn
(Anda rólega, getur tekið smá tíma að fara yfir)
Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn