Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Tyson 2008

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 24. júní 2009

The man. The legend. The truth.

90 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 86% Critics
The Movies database einkunn 83
/100
1 verðlaun

Heimildarmynd um boxarann Mike Tyson. Myndin er blanda af nýjum upptökum af viðtölum við Tyson þar sem hann segir áhorfendum sögu sína, og gömlum upptökum og myndum af ferli hans og lífi.

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Frá mikilli fátækt í heimsmeistaratitil, giftur, fráskilinn, ríkur, fangi, rotari, rotaður, mjúkur, harður og ringlaður 6 barna faðir. Tyson er einn umdeildasti og umtalaðasti íþróttamaður allra tíma. Öfgarnarnar sem kallinn hefur gengið í gegnum eru með ólíkindum. Þessi mynd er yfirferð yfir ævi Tyson innan og utan hringsins séð með hans augum. Tyson er sjálfur sögumaður og inn í viðtal við hann er fléttað gömlum myndbandsbrotum. Það er áhugavert að hlusta á Tyson tala. Hann virðist sjá eftir nánst öllum ákvörðunum sem hann hefur tekið eftir dauða þjálfara síns, Cus D´Amato.

Ég hef fylgst vel með boxi í gegnum tíðina og á nánast alla bardaga Tyson. Ég hef t.d. líka séð myndina sem var gerð um hann 1995 og heimildarmyndina The Mike Tyson Story frá 1998. Þessi mynd er samt allt önnur nálgun. Mike fær sjálfur að útskýra hvað hann var að hugsa þegar hann var sakfelldur fyrir nauðgun og beit Holyfield í eyrað. Stundum vorkennir maður honum næstum því en þá man maður eftir því að hann kom sér í öll sín vandræði sjálfur. Hann laðaði að sér fólk sem vildi bara peningana hans og hann hefði átt að sjá í gegnum það. Þetta er góð dæmisaga um hvað frægð og peningar geta gert mönnum sem eru ekki með heilabú til að takast á við það. Þetta er skemmtileg heimildarmynd þó maður þekki sögu Tyson vel, mæli með henni.

“I have to live at the top of the mountain or the bottom of the ocean.”
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn