Against the Dark
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er ofbeldi
SpennumyndHrollvekjaSpennutryllirVísindaskáldskapur

Against the Dark 2009

Frumsýnd: 25. febrúar 2009

Þegar myrkrið leggst yfir er hann eina vonin

94 MÍN

Against the Dark er nýjasta mynd eilífðartöffarans Stevens Seagal, en í þessari mynd leikur hann Tao, meistara í hinni fornu bardagalist, Katana. Leiðir Tao hópa málaliða sem eitt sinn voru hermenn, en þegar myndin gerist hafa miklar hamfarir riðið yfir jörðina og eru aðeins örfáar manneskjur eftirlifandi. Þessar manneskjur þurfa síðan að berjast fyrir lífi... Lesa meira

Against the Dark er nýjasta mynd eilífðartöffarans Stevens Seagal, en í þessari mynd leikur hann Tao, meistara í hinni fornu bardagalist, Katana. Leiðir Tao hópa málaliða sem eitt sinn voru hermenn, en þegar myndin gerist hafa miklar hamfarir riðið yfir jörðina og eru aðeins örfáar manneskjur eftirlifandi. Þessar manneskjur þurfa síðan að berjast fyrir lífi sínu gegn blóðþyrstum vampírum sem hundelta þá fáu sem ráfa enn um jörðina. Hefur hópur fólks undir leiðsögn Taos og manna hans leitað skjóls á yfirgefnum og sýktum spítala. Tao er eina von þeirra, því allir vonir um lækningu hafa horfið. Saman neyðist þessi hópur til að berjast í miklu lokauppgjöri gegn herjum hinna miskunnarlausu vampíra, og ef þeim mistekst að verjast þeim er öll von úti fyrir mannkynið.... minna

Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn