Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Loksins komin í bíó
Ég eignaðist þessa mynd á DVD á síðasta ári og sá hana því ekki í bíó. Sem mér finnst hálf miður því þótt hún láti lítið yfir sér get ég ímyndað mér að sem söngleikur njóti hún sín vel í kvikmyndasal.
Þetta er mynd sem tekur sér tíma að vinna hylli áhorfandans. Við erum strax kynnt fyrir þremur af aðalpersónunum sem eru allar í sambandi saman og virka í fyrstu fremur ótrúverðugar og flippaðar. Smám saman kemur í ljós að Ismaël og Julie hafa verið saman lengi og sambandaði ekki í sem bestum farveg. Ismaël er að vinna með Alice og þeim kemur vel saman og Julie býður henni inn í þeirra samband til að reyna að bæta ástandið. Þegar myndin byrjar hefur þessi trekantur varað í mánuð og er að renna sitt skeið. Það er ekki hægt að segja of mikið frá söguþræðinu því hann tekur þó nokkrar óvæntar stefnur og inn í hann fléttast fjölskylda Julie - sérstaklega eldri systir hennar - svo og unglingsstrákur sem tekur ástfóstri við Ismaël.
Í viðtali sem er á DVD diski mínum segir höfundurinn og leikstjórinn Christophe Honoré að myndin hafi verið gerð nokkurn veginn eftir pöntun. Hann var beðinn um að gera mynd í svipuðum dúr og fyrri mynd hans, Dans Paris, og tók vel í það en setti það skilyrði að hún yrði söngleikur. Söguþráðinn vann hann svo í sameiningu með gömlu vini sínum, Alex Beaupain - sem samdi alla tónlistina, upp úr atvikum í lífi þeirra beggja.
Það sem gerir myndin hvað sérstakasta er auðvitað sú staðreynd að allir syngja um sínar tilfinningar, skoðandi og þrár og virkar það hið eðlilegasta. Leikararnir eru fæstir tónlistarmenntaðir en skila sínu þokkalega og einfaldleikinn eykur bara á sjarmann. Tónlistaratriðin eru flest öll mjög látlaus og uppsett eins og hverjar aðrar samræður. Það tók mig soldinn tíma að leyfa myndinni að síast inn en núna mundi ég hiklaust segja að þetta sé ein af uppáhaldsmyndum mínum. Og gegnir þeirri sérstöðu að vera eina ástarsagan á meðal eftirlætis mynda minna.
Ég eignaðist þessa mynd á DVD á síðasta ári og sá hana því ekki í bíó. Sem mér finnst hálf miður því þótt hún láti lítið yfir sér get ég ímyndað mér að sem söngleikur njóti hún sín vel í kvikmyndasal.
Þetta er mynd sem tekur sér tíma að vinna hylli áhorfandans. Við erum strax kynnt fyrir þremur af aðalpersónunum sem eru allar í sambandi saman og virka í fyrstu fremur ótrúverðugar og flippaðar. Smám saman kemur í ljós að Ismaël og Julie hafa verið saman lengi og sambandaði ekki í sem bestum farveg. Ismaël er að vinna með Alice og þeim kemur vel saman og Julie býður henni inn í þeirra samband til að reyna að bæta ástandið. Þegar myndin byrjar hefur þessi trekantur varað í mánuð og er að renna sitt skeið. Það er ekki hægt að segja of mikið frá söguþræðinu því hann tekur þó nokkrar óvæntar stefnur og inn í hann fléttast fjölskylda Julie - sérstaklega eldri systir hennar - svo og unglingsstrákur sem tekur ástfóstri við Ismaël.
Í viðtali sem er á DVD diski mínum segir höfundurinn og leikstjórinn Christophe Honoré að myndin hafi verið gerð nokkurn veginn eftir pöntun. Hann var beðinn um að gera mynd í svipuðum dúr og fyrri mynd hans, Dans Paris, og tók vel í það en setti það skilyrði að hún yrði söngleikur. Söguþráðinn vann hann svo í sameiningu með gömlu vini sínum, Alex Beaupain - sem samdi alla tónlistina, upp úr atvikum í lífi þeirra beggja.
Það sem gerir myndin hvað sérstakasta er auðvitað sú staðreynd að allir syngja um sínar tilfinningar, skoðandi og þrár og virkar það hið eðlilegasta. Leikararnir eru fæstir tónlistarmenntaðir en skila sínu þokkalega og einfaldleikinn eykur bara á sjarmann. Tónlistaratriðin eru flest öll mjög látlaus og uppsett eins og hverjar aðrar samræður. Það tók mig soldinn tíma að leyfa myndinni að síast inn en núna mundi ég hiklaust segja að þetta sé ein af uppáhaldsmyndum mínum. Og gegnir þeirri sérstöðu að vera eina ástarsagan á meðal eftirlætis mynda minna.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Vefsíða:
www.ifcfilms.com/films/love-songs
Frumsýnd á Íslandi:
16. janúar 2009