Náðu í appið
Öllum leyfð

Confessions of a Shopaholic 2009

Frumsýnd: 27. febrúar 2009

Það eina sem hún vildi var bara smá peningur..

104 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 27% Critics
The Movies database einkunn 38
/100

Í glamúrborginni New York er hressa stelpan Rebecca Bloomwood (Isla Fisher) í essinu sínu þegar kemur að því að versla...jafnvel of mikið! Hana dreymir um að vinna fyrir uppáhalds tískutímaritið sitt, og kemur loksins fætinum inn um dyrnar þegar hún fær vinnu hjá fjármálatímariti sem sami útgefandi gefur út. Til að láta drauma sína rætast verður hún... Lesa meira

Í glamúrborginni New York er hressa stelpan Rebecca Bloomwood (Isla Fisher) í essinu sínu þegar kemur að því að versla...jafnvel of mikið! Hana dreymir um að vinna fyrir uppáhalds tískutímaritið sitt, og kemur loksins fætinum inn um dyrnar þegar hún fær vinnu hjá fjármálatímariti sem sami útgefandi gefur út. Til að láta drauma sína rætast verður hún að vinna bug á verslunarsjúkdómnum og fela fortíð sína fyrir tískutímaritinu svo möguleikar hennar á vinnu aukist, með skondnum afleiðingum.... minna

Aðalleikarar

Fín stelpmynd
Sjálf hef ég lesið fimm bækur um kaupalkann Rebeccu Bloomwood, og hlakkaði til að sjá myndatúlkun hollywood á henni. Mín Rebecca er bresk, á meðleigjanda sem að er að hitta frænda sinn, á ekki sérstaklega sparnýtna fjölskyldu og vinnur ekki hjá manni sem hún er hrifin af.

Myndin fjallar um Rebeccu Bloomwood bandarískan blaðamann sem lifir til að versla, kanski út af sparnýtinni æsku. Hún á meðleigjanda sem er að gifta sig og fær óvænt vinnu hjá sparnaðartímariti þar sem henni gengur vel þrátt fyrir að vera kaupalki.

Eins og heyrist er myndin hollywood útgáfa af bókinni gerist í tískuborginni New York, felur í sér nokkur skemmtileg atriði, rómantík og erfiði sem hetjan verður að sigrast á. Myndin var ágæt og segji ég að Isla Fisher hafi staðið sig ágætlega í hlutverkinu.

Myndin er örrugglega skemmtileg fyrir stelpur sem hafa áhuga á að versla, sætum körlum með breskan hreim og fyrir þá sem ekki hafa lesið bókina. En fyrir mig var hún ekki nóg því miður. Þetta var ágætis mynd en það fer ögn í taugarnar á mér hve miklu betri hún hefði getað orðið!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Heyrðu, þetta var fín mynd.
Þessi mynd var frekar skemmtileg. Verð samt að segja að hún sé nú pínulítið típísk. Maður segjir við sjálfan sig ,, hún verður með þessum í endanum " eða ,, Hún missir sig í þessu og kaupir allan fjandann". En þannig er þessi persóna. Kannski ekki alveg með að hún verður með þessum, heldur að kaupa allan fjandann. Eins og þegar hún ætlar sér ekki að kaupa þennan trefill þá byrjar kínurnar sem hafa trefilinn á sér að tala við hana. Segja henni afhverju hún á að vera með þennan trefill (hljómar eins og hún sé geðveik, en þetta er bara gott dæmi um fíkil). Þessi mynd er bara..já, gott dæmi um fíkil.

Þegar myndin byrjar, byrjar hún eins og Fight Club og Choke, persónan er að segja frá sjálfum sér. Hún segjir frá að hún notar þetta töfrakort til þess að kaupa stöffið sem henni langar í. En það er gallinn við þessa persónu, hún heldur að hún sé að kaupa mikið dótti fyrir ekki neitt.

=Spoiler=

Eins og þegar hún seigir ,, þegar ég kaupi það sem mig langar í þá geri ég heiminn betri, en svo verður heimurinn ekkert betri, þá reyni ég er að gera það aftur ". Þegar hún sagði þetta þá öskraði maður í bíósalnum " WHAT A TWIST". Myndin var samt kjánaleg í pörtum, skemmtileg í pörtum og leiðinleg í pörtu. Verslunar kaflar : Þá fékkstu allavegana vita eitthvað um persónuna en svo hugsaði maður ,, er ekki þetta kjánalega verslunar atriði að verða búið". Atriðið endaði stundum þannig að hún byrjaði að rífast við einnhverja manneskju um að hún vill töskuna sem hún vildi og svo kemur bitch-fight. Það er kjánalegt. Skemmtilegir partar : Þegar hún er lýgur. Þeir eru kjánalegir en samt dáldið fyndnir. Hún lýgur dáldið skemmtilega, lætur hlátur ýta við þig og segja ,, kommon, látu mig koma út ". Og svo kemur smá hlátur útúr þér. Það er líka gaman að horfa á stúlkuna tala dáldið um sjálfan sig, svo er gaman þegar allt fer vel (sem maður myndi aldrei halda, ekki um þessa persónu). Leiðinlegir kaflar : Þegar drama atriði koma. Þegar allt fer í kassu. Það á að gerast en í þessari mynd gerist það dáldið kjánalega. Þá fer bara öll myndin í bakið á henni. Allt fer til helvítis. Þegar allur sannleikur kemur á lausu og þá verður myndin svo ,,OOOOOOOOOOOOOOOH SHIIIIIIIIIIIIT".

En þetta er stelpu mynd. Ekki alveg fyrir stráka. Ég veit það sjálfur en þetta sem gladdi mann dáldið var persónan. Sagan var fín en samt aðeins og dramatísk. Ágætt mynd, dáldið fyndin. Ekki alveg date-movie (nema þú elskar kjánalegar myndir).
Fín mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn