Náðu í appið
Bönnuð innan 16 ára

Resident Evil: Degeneration 2008

(Baiohazâdo: Dijenerêshon)

97 MÍN

Þegar Resident Evil: Degeneration hefst hafa sjö ár liðið frá atburðunum hræðilegu í Raccoon City, þegar íbúar hennar breyttust í uppvakninga vegna efnatilrauna Umbrella Corporation. Claire Redfield vinnur hjá Terrasave, samtökum sem stjórna leit og björgun þar sem efnavopnum hefur verið beitt. Þegar hún ferðast til Harvardville-flugvallarins til að hitta... Lesa meira

Þegar Resident Evil: Degeneration hefst hafa sjö ár liðið frá atburðunum hræðilegu í Raccoon City, þegar íbúar hennar breyttust í uppvakninga vegna efnatilrauna Umbrella Corporation. Claire Redfield vinnur hjá Terrasave, samtökum sem stjórna leit og björgun þar sem efnavopnum hefur verið beitt. Þegar hún ferðast til Harvardville-flugvallarins til að hitta vin sinn tekur hún eftir því að einn af hinum nýlentu farþegum lítur mjög illa út. Fljótt verður það augljóst að þessi maður er illa haldinn af hinum alræmda T-vírus og breytist hann í uppvakning. Brátt hefur vírusinn dreift sér á ný og Claire, Rani, vinkona hennar, og þingmaðurinn Ron Davis þurfa að beita öllum brögðum til að komast lifandi frá hremmingunum. Vandræði þeirra byrja þó fyrst fyrir alvöru þegar herinn mætir á svæðið og missir stjórn á aðstæðunum. Claire og félagar hennar þurfa því að sleppa og reyna að finna mótefni við vírusnum, sem er skæðari en nokkuð sem þau hafa þurft að kljást við.... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit

Skrifa gagnrýni
Senda inn

Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn