Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnMyndin dregur upp mynd af mismunun eða felur í sér efni sem getur hvatt til mismununar

The Boy in the Striped Pyjamas 2008

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 27. mars 2009

Saga um sakleysi sem tapast og manngæsku sem finnst

94 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 65% Critics
Rotten tomatoes einkunn 85% Audience
The Movies database einkunn 55
/100
3 tilnefningar

Verðlaunamyndin The Boy in the Striped Pajamas gerist á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar og segir frá Bruno, átta ára gömlum þýskum dreng, sem lifir áhyggjulitlu lífi í Berlin í upphafi seinni heimsstyrjaldarinnar. Faðir hans (David Thewlis) er háttsettur foringi í röðum nasista, og breytist líf Bruno töluvert þegar fjölskyldan þarf að flytja sig um set... Lesa meira

Verðlaunamyndin The Boy in the Striped Pajamas gerist á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar og segir frá Bruno, átta ára gömlum þýskum dreng, sem lifir áhyggjulitlu lífi í Berlin í upphafi seinni heimsstyrjaldarinnar. Faðir hans (David Thewlis) er háttsettur foringi í röðum nasista, og breytist líf Bruno töluvert þegar fjölskyldan þarf að flytja sig um set þegar faðirinn fær nýja stöðu sem yfirmaður í útrýmingarbúðum. Húsið sem þau búa í er rétt fyrir utan fangabúðirnar og fær Bruno ekki að vita um raunverulegt eðli vinnunnar sem faðir hans sinnir. Í augum hans eru fangabúðirnar einfaldlega skrýtinn bóndabær þar sem allir íbúarnir ganga um í röndóttum náttfötum. Brátt myndast vinátta milli Bruno og drengs sem býr innan girðingarinnar og fara þeir að hittast reglulega við mörk fangabúðanna. ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit

Öðruvísi World War II mynd
John Boyne á heiðurinn á The Boy in the Striped Pyjamas. Við sem áhorfendur sjáum myndinna í Brunos (Asa Butterfield) sjónarhorni. Bruno er átta ára þýskur strákur sem er að flytja úr Berlín yfir í Auschwitz sem er betur þekkt sem stærstu útrýmingarbúðir Hitlers. Faðir Bruno's (David Thewlis) er mjög vel hátt settur nasistaforingi og hann fær það verkefni að sjá um Auschwitz og hann auðvitað gerir það með því að taka fjölskyldunna sína með. Svo þegar Bruno er búinn að vera að leiðast mjög lengi þá fer hann út af lóðinni sinni og fer að Auschwitz sem hann sér út um herbergisgluggann sinn. Hann fer þangað og sér þar lítinn dreng sem er líka átta ára en hann er gyðingur og þannig að hann er í útrýmingarbúðunum. Móðir Bruno's (Vera Farmiga) er alveg á móti því að flytja þangað.

Sagan gerist í seinni heimsstyrjaldarinnar og hún er bygð af bók eftir John Boyne. Myndin er rosalega vel gerð þrátt fyrir að hún er samt svoldið langdreginn en hún bjargar því alveg með stæl. Leikurinn er alveg til fyrirmyndar. Asa Butterfield var aðeins 11 ára þegar hann lék sinn leik og hann stóð sig með prýði og hann á sko hrós skilið. The Boy in the Striped Pyjamas er ekki stríðsmynd þrátt fyrir að gerast á stríðsárunum miklu, hún er frekar drama og áhrifamikil mynd. Þegar ég leit augum á trailerinn af The Boy in the Striped Pyjamas í fyrsta sinn þá vissi ég það strax að hún væri sterk mynd.

Þrátt fyrir að söguþráðurinn sé mjög einfaldur og léttur þá nær hún vel til manns og maður verður stífur og sekkur inní myndina. Leikstjórinn Mark Herman náði að gera þessa mynd mjög góða og eftirminnilega. The Boy in the Striped Pyjamas er mynd sem maður horfir ekki oft á, frekar sjaldnar og fýlar hana í hvert sinn. Hún byrjar vel en svo kemur smá tími sem mætti bæta upp en þegar maður er búinn að sjá hana alla þá veit maður að hún virkar mjög vel. Endirinn slær í gegn og verður mjög góður og vandaður, stundum koma samt skrítnar klippur en það hefur lítið áhrif. Endirinn er svakalega flottur og hann hífir upp myndina svoldið mikið.

Einkunn: 8/10 - Flott og vel gerð mynd. Hún á sér dauð móment en þau eru samt frekar nauðsynleg þegar maður sér alla myndina. Leikurinn er rosalega góður og endirinn hífir upp alla gallana.

P.S. Þetta er mynd sem þú vilt ekki missa af.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Einstaklega vel gerð síðari heimsstyrjaldar mynd
The Boy in the striped pyjamas er einstaklega vel gerð mynd um síðari heimsstyrjöldina í Þýskalandi. Þrátt fyrir það að mjög margar myndir séu til um þetta efni og að margir séu komnir með leið á svoleiðis myndum myndi ég mæla með þessari fyrir þannig fólk. Myndin fer vel að því að sýna ekki hryllingin sem er að gerast í útrýmingabúðunum en nær samt að vekja mann til umhugsunar og átta sig á hvað er að gerast.

Hún fjallar um fjölskyldu þar sem að fjölskyldufaðirinn er fangavörður í útrýmingabúðum. Hann flytur með fjölskyldu sína, konuna Elsu og börnin tvö, hina tólf ára og efnilega í nasistahreyfingunni Gretel og ævintýragjarna átta ára strákinn Bruno. Fjölskyldan sest að rétt hjá búðunum og veit Brunu ekkert hvað er að gerast þar.
Sagan er svo vel sögð í gegnum augu hans og gefur því sjónarhorn barnslegs drengs á aðstæðurnar, en hann skilur ekki hatrinn á gyðingum eða hvað búðirnar snúast í raun og veru um. Hann fer að leika sér við strák sem að er á hans aldri og heitir Schmael sem situr fyrir innan girðinguna í útrýmingarbúðunum. Þeir mynda vináttu en hversu sterk er hún og hvert getur hún leitt Bruno?

Myndin er virkilega vel gerð og er alls ekki auðgleymd. Leikurinn er frábær og verður svo sannarlega að hrósa litla stráknum sem leikur aðalpersónuna Bruno fyrir sannfærandi leik. Þá má líka nefna tónlistina sem að virkar mjög vel í að túlka tilfinningarnar í myndinni. Síðasti plúsinn sem að ég vil gefa henni er að hún er á ensku og bretarnir sem leika tala með venjulegum breskum hreim ekki asnalegum þýskum hreim eins og svo oft er bætt við í myndum sem eiga að gerast í útlöndum.

Virkilega góð mynd sem að þeir sem hafa áhuga á síðari heimsstyrjöldinni ættu að sjá og þeir sem eru komnir með nóg á að sjá allan hryllingin og hasarinn í kringum þannig myndir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Átakanleg
Myndin er mjög vel gerð og sýnir á einstakan hátt hvernig þjóðverjar fóru með gyðinga í seinni heimstyrjöldinni.
Ekki eru mörg kunnuleg andlit í myndinni en leikurinn er alveg upp á 10 sérstaklega hjá yngri leikurunum.
Myndin er mjög sorgleg og er hálfgerð "tearjerker" að mínu mati. En myndin er líka fróðleg og held ég að enginn verði skilinn eftir við að sjá þessa mynd því hittir hún mann beint í hjartastað
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn