Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnÍ myndinni er ljótt orðbragð

Big Stan 2007

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 25. júní 2008

The cell block just got a new bully.... a small one.

105 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 11% Critics

Veiklulegur glæpamaður panikkar þegar hann kemst á því að hann er á leiðinni í fangelsi. Í örvæntingu sinni þá ræður hann asískan bardagameistara til að þjálfa sig svo hann lifi af fangelsisvistina.

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit

Dæmigerður Rob Schneider
Rob Schneider er hér í hlutverki fasteignasalans Stan Minton sem fær þriggja ára fangelsisvist fyrir svik og pretti. Afplánunin hefst hins vegar ekki fyrr en hálfu ári eftir að dómurinn er felldur og vinur okkar notar þann tíma til að styrkja sig líkamlega og andlega til að forðast nauðganir aðallega í fangelsinu. Big Stan er ágæt framan af, bara þó nokkuð fyndin og sniðug en í seinni hálfleik kolfellur hún alveg og verður að mjög þreytandi skrípaleik. Fyrirsjáanleg eins og helvíti og jafnvel Meistarinn(var þetta David Carradine?) missir allan sjarma miðað við hvað maður bjóst við af honum í byrjun. Rob Schneider er ekkert slæmur neitt en ég þarf víst ekki að taka það fram að hann er ekki að gera neitt nýtt hér. Í heild er þetta sæmileg mynd sem hefur nokkra góða brandara sér til ágætis og Henry Gibson og M. Emmett Walsh eru alltaf góðir. Ég gef Big Stan tvær og hálfa stjörnu fyrir hlé en eina og hálfa eftir hlé sem þýðir að einkunin er 6/10. Áhorfsins verð en samt alveg á mörkunum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
EKki eins slæm og maður býst við
Ég er einn af þeim sem gjörsamlega hata Rob Schneider sem gamanleikara, en ég verð að játa að ég hafði lúmskt gaman af Deuce Bigalow þegar hún kom út. Big Stan er virkilega low budget mynd, hún er gerð fyrir 10 milljónir dollara og það eru í raun forréttindi að sjá hana í bíó á Íslandi, hvort sem það er gott eður ei.

Leikurinn í myndinni er eins og gefur að skilja over the top, House gellan Jennifer Morrison er fáránlega hress en reynir of mikið á köflum. Stærstu brandararnir sjást í trailernum og á tímum er eins og hún fylli uppí tímann með þeirri leið að koma með eitt montage á eftir öðru. Þegar á líður á myndina breytist hún hinsvegar í algera vitleysu og verður hreint út sagt kjánaleg, en því miður ekki á hlægilegan hátt.

Það sem kom mér þó helst á óvart er svolítið sérstakur stíll þegar kemur að útliti og myndatöku sem Schneider hefur tileinkað sér, hann kom rosalega vel út og lætur myndina líta meira professional út heldur en fjármagnið gefur til kynna. Handritið er formúlukennt og myndin gerir alls ekkert nýtt, en hins vegar má segja að ég sé sáttur miðað við þá skítahrúgu sem ég bjóst við þar sem Schneider situr í leikstjórastólnum.

Niðurstaðan er því ásættanleg gamanmynd sem gerir lítið nýtt, Adam Sandler aðdáendur eiga eftir að labba út sáttari en aðrir. Ég sem Rob Schneider ,,hatari" (fullsterkt orð) get hins vegar ekki mælt með henni nema aðeins á leigumynd og ekkert meira en það. - Rétt skríður í 2 stjörnur. - 5/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn