Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefna

My Blueberry Nights 2007

How do you say goodbye to someone you can't imagine living without?

93 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 45% Critics
The Movies database einkunn 51
/100

Myndin fjallar um Elizabeth (Norah Jones), sem leggur upp í ferð um Bandaríkin eftir að kærastinn hennar yfirgefur hana. Hún skilur lyklana að íbúð sinni eftir hjá enska kaffihúsaeigandanum Jeremy (Jude Law), sem hún hefur kynnst lauslega. Hún fær sér tvær vinnur í Memphis, eina á matsölustað á daginn og aðra á bar á kvöldin, þar sem hún fylgist með... Lesa meira

Myndin fjallar um Elizabeth (Norah Jones), sem leggur upp í ferð um Bandaríkin eftir að kærastinn hennar yfirgefur hana. Hún skilur lyklana að íbúð sinni eftir hjá enska kaffihúsaeigandanum Jeremy (Jude Law), sem hún hefur kynnst lauslega. Hún fær sér tvær vinnur í Memphis, eina á matsölustað á daginn og aðra á bar á kvöldin, þar sem hún fylgist með því hvernig samband annars pars (Rachel Weisz og David Strathairn) er að leysast upp. Þaðan fer hún til Nevada þar sem hún vingast við Leslie, líflegan fjárhættuspilara og smákrimma (Natalie Portman), sem hristir allverulega upp í lífsskoðunum hennar, sérstaklega þegar faðir Leslie blandast í málin. Það er hins vegar ekki fyrr en hún fer til New York og hittir Jeremy á ný að líf hennar fer að taka stakkaskiptum.... minna

Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn