Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Átti ég að gráta í endann ?
Ég er þónokkuð ofurhetjunörd og er á því að hægt sé að flokka ofurhetjumyndir í 3 flokka: Rusl, töff eða skemmtileg (sumar ná að vera bæði töff og skemmtilegar, en mjög sjaldan). Iron Man flokkast klárlega undir ,,skemmtileg", og með vott af smá ,,töff" líka því gadgets í þessari mynd eru hrein og klár snilld!
Myndin er að gera nákvæmlega ekkert nýtt enda bjóst ég svosem ekki við því, og er eiginlega alveg sama. Ég vildi fá hreina skemmtun og henni tókst að útvega mér hana. Robert Downey Jr. er kostulegur í hlutverki sínu og heldur myndinni algerlega uppi með frammistöðu sinni. Þó svo að maður hafi ekki mikinn áhuga á þessu genre þá er þessi mynd þess virði að sjá í bíó, þó svo að það væri ekki nema vegna visual effects og tækninnar í henni.
Ég fékk þægilegan sumarfiðring í magann þegar ég horfði á þessa mynd, en það var bara svo yndislegt að geta horft á mynd sem er ekkert annað en skemmtun alveg út í gegn. Það eina sem fór í taugarnar á mér er þessi endalausa kanadýrkun Bandaríkjamanna, myndin er hrein barátta við hryðjuverkamenn og það er ýjað að því alla myndina hvað þeir eru heimskir og asnalegir eins og þessir talíbanar hljóta nú að vera.
Þegar uppi er staðið er þetta hrein popp og kók bíóskemmtun og ansi góður grunnur fyrir þríleikinn.
Ég er þónokkuð ofurhetjunörd og er á því að hægt sé að flokka ofurhetjumyndir í 3 flokka: Rusl, töff eða skemmtileg (sumar ná að vera bæði töff og skemmtilegar, en mjög sjaldan). Iron Man flokkast klárlega undir ,,skemmtileg", og með vott af smá ,,töff" líka því gadgets í þessari mynd eru hrein og klár snilld!
Myndin er að gera nákvæmlega ekkert nýtt enda bjóst ég svosem ekki við því, og er eiginlega alveg sama. Ég vildi fá hreina skemmtun og henni tókst að útvega mér hana. Robert Downey Jr. er kostulegur í hlutverki sínu og heldur myndinni algerlega uppi með frammistöðu sinni. Þó svo að maður hafi ekki mikinn áhuga á þessu genre þá er þessi mynd þess virði að sjá í bíó, þó svo að það væri ekki nema vegna visual effects og tækninnar í henni.
Ég fékk þægilegan sumarfiðring í magann þegar ég horfði á þessa mynd, en það var bara svo yndislegt að geta horft á mynd sem er ekkert annað en skemmtun alveg út í gegn. Það eina sem fór í taugarnar á mér er þessi endalausa kanadýrkun Bandaríkjamanna, myndin er hrein barátta við hryðjuverkamenn og það er ýjað að því alla myndina hvað þeir eru heimskir og asnalegir eins og þessir talíbanar hljóta nú að vera.
Þegar uppi er staðið er þetta hrein popp og kók bíóskemmtun og ansi góður grunnur fyrir þríleikinn.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
Roadside Attractions
Vefsíða:
Aldur USA:
PG-13
Frumsýnd á Íslandi:
11. apríl 2008