Náðu í appið
Öllum leyfð

Meet Bill 2007

(Bill)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 18. júní 2008

Gamanmynd um einhvern sem þú þekkir

93 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 20% Critics
The Movies database einkunn 30
/100
1 verðlaun og 3 tilnefningar

Aaron Echart leikur mann sem er búinn að fá nóg af því að vinna hjá tengdaföður sínum og kemst auk þess að því að konan hans er að halda framhjá honum. Á svipuðum tíma kynnist hann sjálfsöruggum og uppátækjasömum unglingi og afgreiðslustúlkunni Lucy (Jessica Alba) og þá um leið fer hann að finna sjálfan sig á ný og eltast við drauma sína!

Aðalleikarar


Ég var varla að nenna að skrifa þetta á svona sólríkum degi. Ég get hinsvegar ekki rofið keðjuna núna, búinn að halda þessu gangandi allt of lengi til þess. Meet Bill er einfaldlega frábær gamanmynd og enn ein sönnun þess að Aaron Eckhart er snillingur, vísa í Thank You For Smoking og The Dark Knight. Hér leikur hann algjöran pushover sem lætur vaða yfir sig við hvert tækifæri. Þegar hann tekur að sér lærling sem er mun villtari en hann sjálfur fer hann að breytast og allt lífið hans í kjölfarið. Myndin er létt en samt sem áður vel skrifuð og manni er annt um persónurnar. Ein uppáhalds grínleikkonan mín Elizabeth Banks er líka a svæðinu sem skemmir ekki. Svo er líka hin sæta en hæfileikalausa Jessica Alba.

Eins og Fanboys var misheppnuð þá er þessi fullkomin þynnkumynd. Eðal mynd sem er þægileg, skemmtileg og virkar ekki eins og formúla sem maður hefur séð 100 sinnum áður. Eckhart er gjörsamlega frábær. Mæli með þessari. Jæja, út í garð!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn