Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Ég var varla að nenna að skrifa þetta á svona sólríkum degi. Ég get hinsvegar ekki rofið keðjuna núna, búinn að halda þessu gangandi allt of lengi til þess. Meet Bill er einfaldlega frábær gamanmynd og enn ein sönnun þess að Aaron Eckhart er snillingur, vísa í Thank You For Smoking og The Dark Knight. Hér leikur hann algjöran pushover sem lætur vaða yfir sig við hvert tækifæri. Þegar hann tekur að sér lærling sem er mun villtari en hann sjálfur fer hann að breytast og allt lífið hans í kjölfarið. Myndin er létt en samt sem áður vel skrifuð og manni er annt um persónurnar. Ein uppáhalds grínleikkonan mín Elizabeth Banks er líka a svæðinu sem skemmir ekki. Svo er líka hin sæta en hæfileikalausa Jessica Alba.
Eins og Fanboys var misheppnuð þá er þessi fullkomin þynnkumynd. Eðal mynd sem er þægileg, skemmtileg og virkar ekki eins og formúla sem maður hefur séð 100 sinnum áður. Eckhart er gjörsamlega frábær. Mæli með þessari. Jæja, út í garð!
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
First Look
Kostaði
$5.000.000
Tekjur
$346.592
Vefsíða:
www.firstlookstudios.com/films/meetbill/
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
18. júní 2008