Náðu í appið

Cannibal Holocaust 1980

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi

Ripout! Barbeque! Devour! How long can you take it?

95 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 65% Critics
The Movies database einkunn 6
/10
The Movies database einkunn 22
/100

Myndin segir frá leiðangri nokkura kvikmyndagerðamanna til Suður Ameríku þar sem hugmyndin er að gera heimildamynd um ættbálka í frumskóginum. Þegar kvikmyndagerðamennirnir skila sér ekki heim er farið að grennslast fyrir um þá og ekkert finnst nema filmubútar úr leiðangrinum. Þessar filmur hafa að geyma vægast sagt óhugnanlega hluti.

Aðalleikarar

Svipaðar myndir


Gagnrýni (1)


Stundum þarf maður að leita uppi þessar myndir sem maður hefur heyrt svo mikið minnst á í gegnum tíðina. Cannibala Holocaust er ein af þeim myndum sem maður heyrir reglulega vitnað í sem eina rosalegastu grindhouse mynd allra tíma. Titillinn er svo alræmdur að hann lætur The Texas Chainsaw Massacre hljóma eins og Home Alone í samanburði. Þetta er verkefni fyrir hugaða menn, I´m going in!!

Í upphafi myndarinnar kemur textinn: “For the sake of authenticity some sequences have been retained in their entirety”. Texti sem á líklega að hræða mann, jæja það virkaði. Myndin fjallar um nokkra menn sem leita í frumskógum S-Ameríku af hópi sem var að búa til heimildarmynd um mannætur. Upptökur finnast (líkt og Blair Witch) og það fer að skýrast hvað gerðist. Það er mikið um nekt, limlestingar, nauðganir og dráp. Það versta fannst mér samt grimmd gangvart dýrum, t.d. er ein pokarotta rist á kvið lifandi og skjaldbaka hálshöggvin, greinilega alvöru.

Myndin er samt mikið betur gerð en ég bjóst við. Tónlistin er oft nokkuð falleg og leikurinn bara góður. Kvikmyndatakan er líka vönduð og söguþráðurinn nær að halda manni við efnið. Myndin er ádeila á mannkynið og á að vekja mann til umhugsunuar um okku sjálf. Erum við eitthvað betri en villimenn bara af því að við klæðum okkur snyrtilega og drepum dýrin okkar í sláturhúsi?

Í heildina er myndin bara nokkuð góð. Hún er hrottalega á köflum en ekki eins erfið að horfa á og ég bjóst við. Þeir sem eru forvitnir ættu að prófa.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Sjá allar gagnrýnir
Skrifa gagnrýni
Skrifa gagnrýni
Fyrirsögn
Senda inn
(Anda rólega, getur tekið smá tíma að fara yfir)
Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn