Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Þessi mynd var á RÚV um daginn. Þetta er mjög áhugaverð heimildamynd um kókaínsmylglara á 8. og 9. áratugnum í Miami. Smyglararnir segja sjálfir söguna og það er alveg með ólíkindum að heyra þessar lýsingar. Þessir náungar seldu venjulegu fólki mörg hundruð kíló á mánuði og það virðist ekki hafa verið nein löggæsla. Kókaínið var flutt inn frá Kúbu og Kólumbíu og eftir ákveðinn tíma var Miami orðin gerspillt, flæðandi í seðlum og kókaíni. Afleiðing af því var mikil valdabarátta, blóðbað og mafía. Ótrúlegar frásagnir. Mjög skemmtileg mynd, kannski aðeins of löng.
Coben gerði framhald af þessari mynd sem kom út 2008, Cocaine Cowboys II: Hustlin' with the Godmother.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Vefsíða:
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
15. ágúst 2007