Náðu í appið
Bönnuð innan 16 ára

Shoot 'Em Up 2007

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 21. september 2007

I'm a British nanny and I'm dangerous.

86 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 67% Critics
The Movies database einkunn 49
/100

Seint um kvöld, í ónefndri bandarískri borg, situr einmanalegur maður á biðstöð. Ófrísk kona hleypur framhjá, og maður með byssu eltir hana. Hikandi, þá bjargar maðurinn á biðstöðinni henni og aðstoðar hana við að fæða barnið, á meðan aðrir menn skjóta á þau, þar á meðal illskeyttur foringi gengisins, maður að nafni Hertz. Hetjan í sögunni,... Lesa meira

Seint um kvöld, í ónefndri bandarískri borg, situr einmanalegur maður á biðstöð. Ófrísk kona hleypur framhjá, og maður með byssu eltir hana. Hikandi, þá bjargar maðurinn á biðstöðinni henni og aðstoðar hana við að fæða barnið, á meðan aðrir menn skjóta á þau, þar á meðal illskeyttur foringi gengisins, maður að nafni Hertz. Hetjan í sögunni, Smith, ákveður að bjarga barninu og komast að því afhverju Hertz vill drepa barnið. Á vændishúsi í nágrenninu, þá reynir hann að fá vændiskonu til að gæta barnsins og gefa því brjóst, en hlutirnir fara fljótlega úr skorðum, og bráðum eru allir á flótta. Þungarokkstónlist róar barnið. En afhverju? Rannsóknarstofa, byssuverksmiðja og kosningabarátta forsetaefnis, kemur allt við sögu í þessari björgunaraðgerð Smith. ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Clive er BESTUR!
Svona kjánalegar spennumyndir eins og Shoot 'Em Up eru ekki á hverju strái. Hvílík synd, því hún er alveg óborganleg skemmtun.

Kannski ég hefði átt að vera aðeins nákvæmari á lýsingunni þó. Þessi mynd er alveg meiriháttar yfirdrifin, hallærisleg og ýkt, en það sem að aðskilur hana frá standard heilalausum hasarmyndum er að hún er fullkomlega meðvituð um það og er það nokkurn veginn partur af þessum klikkaða húmor sem einnig einkennir hana.

Myndin er samt sem áður svöl, hraðskreið (en jafnvel sú lýsing þykir fremur langsótt. Betra orð væri sennilega ''hæper''), stílísk, þunn en um leið snarbrjáluð. Einn stærsti plúsinn liggur hins vegar hjá Clive Owen, en maðurinn hreinlega syndir í töffaraskap hérna og eignar sér hvern einasta ramma. Monica Bellucci er síðan þarna aðallega til þess að líta vel út, og hún, að sjálfsögðu, nær takmarki sínu. Paul Giamatti er sömuleiðis nett fyndinn og aulalegur í senn. Þessi maður gæti ekki leikið illa þótt hann reyndi.

Handritið (sem virkar eins og Children of Men í bland við Crank) krefst þess reyndar að allt sem er að gerast sé fremur lélegt, og myndin leikur sér með það alla leið að vera langsótt, sem útaf einhverjum ástæðum virkar ótrulega vel. Myndin keyrir sig hins vegar svolítið út þegar að dregur nær lokin og þrátt fyrir að vera aðeins undir 90 mínútur á lengd, þá teygir hún lopann á sumum stöðum.

Annars, þá fær Shoot 'Em Up alveg skotheld meðmæli og er það alveg bókað mál að hún muni virka á hasarfíklanna.

7/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég hafði engar væntingar gagnvart þessari mynd né vissi ég mikið um hana áður en hún kom út, meðal þess þá hafði ég nánast enga löngun til þess að sjá hana. En eftir að hafa lesið um hve heimsk og skemmtileg hún átti að vera þá ákvað ég að sjá hana. Þessi mynd er svo sannarlega mjög þunn og heimsk en það er það sem gerir myndina að því sem hún er. Hún er skemmtileg en mér fannst skemmtunin vera býsna takmörkuð, hasaratriðin virtust endurtaka sig aftur og aftur og sami húmorinn notaður og aftur og aftur sem verður mjög þreytt eftir smá tíma. Það er nákvæmlega enginn tilgangur með þessari mynd nema það að skemmta manni og þrátt fyrir að hún hafi verið sæmilega skemmtileg þá skilur hún ekkert minnugt eftir sig. Ég er kannski soldið harðgagnrýninn núna en ég sé enga ástæðu til þess að gefa henni meira en eina og hálfa stjörnu, þetta er ekki ömurleg mynd en hún er samt býsna slæm. Ef þú hefur gaman af heilalausum hasarmyndum þá skaltu sjá Shoot'em Up, og þrátt fyrir að ég hafi lúmskt gaman af þeim sjálfur þá vantaði eitthvað í þessa til þess að gera hana þess virði að sjá.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn