Aðalleikarar
Leikstjórn
Þetta er ömurleg mynd engin söguþráður og illa leikinn.
Fyrsta myndin var góð önnur ekkert sérstök en þessi er hundleiðinleg.'Eg mæli eindregið með því að ekki sjá hana.
Hollywood ætlar aldrei að læra. Guð minn góður. Fyrsta Highlander-myndin var mjög góð en svo vill nú vera að þegar einhverjir stórframleiðendur gera góða og vinsæla mynd fylgir framhald. Framhaldið er langoftast mun lakara og er það raunin með þessa mynd (sem er þó örlítið skárri en önnur myndin sem er hrein móðgun við vísindaskáldskap! en er samt ekki það mikið betri að þá nái að ýta henni upp í hálfa stjörnu!).
Eins og í fyrri myndum leikur Christopher Lambert hálendinginn en Mario van Peebles er vondi kallinn. Til þess að gera langt mál stutt: lélegt handrit, illa leikin gerir jafnt og óspennandi.
Slepptu þessari!
Sorp af verstu sort og erfitt að ímynda sér að læsir og skrifandi einstaklingar geti haft gaman af svona viðbjóð.
Eina ástæðan fyrir þessari einu stjörnu er sú að hún er þó ekki alveg jafnviðurstyggileg og þessar númer 2 og 4 í seríunni sem ég gef hálfa á kjaft.
McCleod á hér í höggi við seiðkarl nokkurn, leikinn af hinum alvonda Mario van Peebles, sem hefur verið fastur undir grjóti í aldaraðir og hyggst gera stóra hluti þegar hann loksins losnar, enda orðinn heldur óþreyjufullur, sem von er. Hefst þá frámunalega heimskulegur söguþráður sem ekki verður tíundaður hér.
Næst besta myndin af þeim sem komið hafa í seríunni. 1 var snilld 2 var algjört flipp, stór mistök. Að mínu áliti hefðu þeir átt að stoppa við þessa mynd.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
William N. Panzer, Brad Mirman, Paul Ohl
Kostaði
$26.000.000
Tekjur
$36.800.000
Vefsíða:
Aldur USA:
PG-13
Útgefin:
15. september 2016
VOD:
15. september 2016