Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

Highlander III: The Sorcerer 1994

(Highlander 3, The Final Dimension)

Justwatch

The final conflict.

99 MÍNEnska

Þriðja myndin um Hálendinginn gerist árið 1994, og er því forsaga að mynd númer 2. Eftir að ástkær eiginkona Hálendingsins dó fyrir nokkrum öldum síðan, yfirgaf hann hálöndin, og hefur síðan þá ráfað um veröldina. Nú er hann kominn til Japans þar sem hann hittir hinn fræga seiðkarl Nakano, sem var sjálfur einn hinna ódauðlegu. Þeir verða fljótlega... Lesa meira

Þriðja myndin um Hálendinginn gerist árið 1994, og er því forsaga að mynd númer 2. Eftir að ástkær eiginkona Hálendingsins dó fyrir nokkrum öldum síðan, yfirgaf hann hálöndin, og hefur síðan þá ráfað um veröldina. Nú er hann kominn til Japans þar sem hann hittir hinn fræga seiðkarl Nakano, sem var sjálfur einn hinna ódauðlegu. Þeir verða fljótlega góðir vinir, og Nakano kennir Connor ýmis brögð. En einn daginn birtist gamall óvinur, Kane, og ætlar að drepa Nakano. Honum tekst ætlunarverk sitt, en með þeim afleiðingum að þegar hann er búinn að sneiða höfuðið af Nakano þá hrynja fjöllin saman og Kane festist inni í helli Nakanos. Nú líður og bíður, og nokkrum öldum síðar, í nútímanum, er fornleifaleiðangur á ferð um svæðið og grefur sig niður á helli Nakanos.... ... minna

Aðalleikarar


Þetta er ömurleg mynd engin söguþráður og illa leikinn.

Fyrsta myndin var góð önnur ekkert sérstök en þessi er hundleiðinleg.'Eg mæli eindregið með því að ekki sjá hana.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Hollywood ætlar aldrei að læra. Guð minn góður. Fyrsta Highlander-myndin var mjög góð en svo vill nú vera að þegar einhverjir stórframleiðendur gera góða og vinsæla mynd fylgir framhald. Framhaldið er langoftast mun lakara og er það raunin með þessa mynd (sem er þó örlítið skárri en önnur myndin sem er hrein móðgun við vísindaskáldskap! en er samt ekki það mikið betri að þá nái að ýta henni upp í hálfa stjörnu!).


Eins og í fyrri myndum leikur Christopher Lambert hálendinginn en Mario van Peebles er vondi kallinn. Til þess að gera langt mál stutt: lélegt handrit, illa leikin gerir jafnt og óspennandi.


Slepptu þessari!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Sorp af verstu sort og erfitt að ímynda sér að læsir og skrifandi einstaklingar geti haft gaman af svona viðbjóð.

Eina ástæðan fyrir þessari einu stjörnu er sú að hún er þó ekki alveg jafnviðurstyggileg og þessar númer 2 og 4 í seríunni sem ég gef hálfa á kjaft.

McCleod á hér í höggi við seiðkarl nokkurn, leikinn af hinum alvonda Mario van Peebles, sem hefur verið fastur undir grjóti í aldaraðir og hyggst gera stóra hluti þegar hann loksins losnar, enda orðinn heldur óþreyjufullur, sem von er. Hefst þá frámunalega heimskulegur söguþráður sem ekki verður tíundaður hér.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Næst besta myndin af þeim sem komið hafa í seríunni. 1 var snilld 2 var algjört flipp, stór mistök. Að mínu áliti hefðu þeir átt að stoppa við þessa mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn