Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Kindurnar eru gáfaðri en við höldum!
Jahá.. Hvar á ég að byrja? Til að byrja með þá er þetta alls ekki hryllingsmynd sem tekur sig alvarlega, heldur hryllingsmynd sem á að hlæja að. Í stað þess að nota einhverja zombie-a eða e-h slíkt í þá átt, nota þeir kindur, og að mínu mati er hún sprenghlægileg. Hún hefur nánast engan tilgang, nema að hópur af fólki er að reyna að sleppa frá þessum blóðþyrstum skepnum, eða þannig lýsir hún sér.
Myndin er gerð í Nýja-Sjálandi í stóru umhverfi þar sem margar kindur er notaðar. Þessar kindur eru náttúrulega svo vitlausar greyin að það er ekki annað en hægt að hlæja af þessari ræmu, sérstaklega að nota þær sem stökkbreyttar verur sem reyna að éta hold annarra fólks. Myndin nær aldrei að hræða mann á neinn hátt, heldur er hún bara hlægileg, á góðan hátt.
Myndin er nokkuð hraðskreið, en missir aðeins dampinn um miðpunkt myndarinnar. Svo er lokakaflinn virkilega ferskur (ekkert smá epískt lokatriðið!). Svo ef við förum yfir leikarahópinn er hann þá bara nokkuð fínn, Nathan Meister fer vel aðallhlutverkið, skemmtilegur sem þessi dauðhræddi karakter. Og er Peter Feeney frábær sem þessi kindaáhugamaður og á hann nokkrar sprenghlægilegar setningar. Aukaleikarar gera svo sitt.
Þetta er lagleg vídeómynd á góðu laugardagskvöldi, ef þér líkar við súrar myndir. Hún er skemmtileg, drepfyndin, hraðskreið, frekar tilgangslaus, og mjög súr. Ég hló mikið af þessari og var hún virkilega fersk. Gleymdi reyndar að taka það fram að handritið er misgott, stundum frábært en stundum slappt. En allt í öllu er þetta bara fínasta ræma. Mæli með þessari.
7/10
Jahá.. Hvar á ég að byrja? Til að byrja með þá er þetta alls ekki hryllingsmynd sem tekur sig alvarlega, heldur hryllingsmynd sem á að hlæja að. Í stað þess að nota einhverja zombie-a eða e-h slíkt í þá átt, nota þeir kindur, og að mínu mati er hún sprenghlægileg. Hún hefur nánast engan tilgang, nema að hópur af fólki er að reyna að sleppa frá þessum blóðþyrstum skepnum, eða þannig lýsir hún sér.
Myndin er gerð í Nýja-Sjálandi í stóru umhverfi þar sem margar kindur er notaðar. Þessar kindur eru náttúrulega svo vitlausar greyin að það er ekki annað en hægt að hlæja af þessari ræmu, sérstaklega að nota þær sem stökkbreyttar verur sem reyna að éta hold annarra fólks. Myndin nær aldrei að hræða mann á neinn hátt, heldur er hún bara hlægileg, á góðan hátt.
Myndin er nokkuð hraðskreið, en missir aðeins dampinn um miðpunkt myndarinnar. Svo er lokakaflinn virkilega ferskur (ekkert smá epískt lokatriðið!). Svo ef við förum yfir leikarahópinn er hann þá bara nokkuð fínn, Nathan Meister fer vel aðallhlutverkið, skemmtilegur sem þessi dauðhræddi karakter. Og er Peter Feeney frábær sem þessi kindaáhugamaður og á hann nokkrar sprenghlægilegar setningar. Aukaleikarar gera svo sitt.
Þetta er lagleg vídeómynd á góðu laugardagskvöldi, ef þér líkar við súrar myndir. Hún er skemmtileg, drepfyndin, hraðskreið, frekar tilgangslaus, og mjög súr. Ég hló mikið af þessari og var hún virkilega fersk. Gleymdi reyndar að taka það fram að handritið er misgott, stundum frábært en stundum slappt. En allt í öllu er þetta bara fínasta ræma. Mæli með þessari.
7/10
Það er eitthvað mjög heillandi við zombie sauðfé, erfitt að skilgreina það. Þessa mynd á greinilega ekki að taka alvarlega. Það er ekki mikið um brandara beinlínis en það er ekki hægt annað en að hlægja af morðóðum lömbum og af mönnum sem jarma og breytast í sauðfé. Sem hryllingsmynd er takmörkuð þar sem hún er ekki mjög spennandi. Maður óttast aldrei kindurnar eins og t.d. fuglana í The Birds. Mér fannst þær líka alltaf vera of fáar. Ég vildi fá nokkur þúsund rollur vaða yfir sveitina en það voru greinilega ekki til peningar til þess. Myndin er gerð í Nýja Sjálandi og það eru engir þekktir leikarar. Mér fannst pínu skrítið að það var ekki ein svört kind, skiptir kannski ekki máli ;-) Fín afþreying.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
IFC Films
Vefsíða:
Frumsýnd á Íslandi:
29. september 2007