Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Hér er á ferðinni alveg ágæt gamanmynd þar sem Mr.Bean(Rowan Atkinson) vinnur í happdrætti ferð til strendur Suður Frakklands. Eins klaufskur og þessi enski kauði er lendir hann fyrir slysni upp í sveit, tekur óvart þátt í auglýsingu og er eftirlýstur fyrir algjöran misskilning. Mr.Bean er ógeðslega sjúkur náungi. Í alvöru. Og sennilega það allra fyndnasta sem Rowan Atkinson hefur komið nálægt. Já, það er hægt að hlæja talsvert að þessari mynd Mr.Bean's holiday og hún er ekkert síður fyndin en þættirnir um þennan kumpána sem voru sýndir á rúv fyrir löngu síðan. Sem gamanmynd er hún stórfín en hún klikkar eiginlega á flestu öðru sem ég geri kröfur til. Það má eiginlega líta á bæði þessa mynd og hina sem var gerð á tíunda áratugnum sem hefðbundna Mr.Bean þætti bara í lengri kantinum og í öðru umhverfi. Mótleikarar Atkinson's hér eru verður að segjast talsvert slappir. T.a.m. Willem Dafoe sem er fínn leikari en ég eiginlega bjóst við betri frammistöðu hjá honum í þessari mynd. Ég gef Mr.Bean's holiday tvær og hálfa stjörnu fyrir að vera bráðfyndin, ærslafull og nokkuð skemmtileg en snilld er hún ekki og ekki þá búast við því. Farið bara í bíó á þessa og skemmtið ykkur.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
Universal Pictures
Kostaði
$25.000.000
Tekjur
$232.225.908
Vefsíða:
Aldur USA:
G
Frumsýnd á Íslandi:
6. apríl 2007