Aðalleikarar
Leikstjórn
Slagsmál á slaginu þrjú
Three O'Clock High er gleymd og stórlega vanmetin mynd en að mínu mati er hún alveg stórgóð. Sagan er mjög skemmtileg, við kynnumst bleyðunni Jerry Mitchell(Casey Siemaszko) sem er nemandi í gagnfræðiskóla, einn daginn byrjar nýr nemandi Buddy Revell(Richard Tyson) sem er ofbeldishneigður vandræðagemsi en ekki fer það betur en svo að Jerry reitir Buddy óvart til reiði og nú vill Buddy að þeir sláist eftir skóla. Atburðarrásin þangað til er mjög ánægjuleg til áhorfs, bráðfyndin og mjög spennandi. Leikurinn er snilld, Casey Siemaszko er frábær sem hinn hræddi drengstauli Jerry sem seinna meir öðlast sjálfstraust og Richard Tyson er yndislega svalur sem Buddy Revell. Myndatakan og stíllinn er alveg bullandi eighties nostalgía(enda myndin gerð árið 1987) sem lætur myndina eldast mjög vel. Three O'Clock High er klassísk unglingamynd sem þú verður að sjá. Þrjár og hálf stjarna.
Three O'Clock High er gleymd og stórlega vanmetin mynd en að mínu mati er hún alveg stórgóð. Sagan er mjög skemmtileg, við kynnumst bleyðunni Jerry Mitchell(Casey Siemaszko) sem er nemandi í gagnfræðiskóla, einn daginn byrjar nýr nemandi Buddy Revell(Richard Tyson) sem er ofbeldishneigður vandræðagemsi en ekki fer það betur en svo að Jerry reitir Buddy óvart til reiði og nú vill Buddy að þeir sláist eftir skóla. Atburðarrásin þangað til er mjög ánægjuleg til áhorfs, bráðfyndin og mjög spennandi. Leikurinn er snilld, Casey Siemaszko er frábær sem hinn hræddi drengstauli Jerry sem seinna meir öðlast sjálfstraust og Richard Tyson er yndislega svalur sem Buddy Revell. Myndatakan og stíllinn er alveg bullandi eighties nostalgía(enda myndin gerð árið 1987) sem lætur myndina eldast mjög vel. Three O'Clock High er klassísk unglingamynd sem þú verður að sjá. Þrjár og hálf stjarna.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Richard Christian Matheson, Kieran Canter
Framleiðandi
Universal Pictures
Kostaði
$6.000.000
Tekjur
$3.685.862
Aldur USA:
PG-13