Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Þessi kom heldur betur skemmtilega á óvart. Premonition segir frá Linda Hanson(Sandra Bullock) sem fær þær fréttir að Jim eiginmaður hennar(Julian McMahon) hafi látist í bílslysi. Daginn eftir þegar okkar syrgjandi ekkja fer á fætur er Jim ljóslifandi í eldhúsinu að snæða árbít eins og ekkert væri sjálfsagðara og við tekur æsispennandi atburðarrás sem er að vísu pínu flókin frekar heldur en margbrotin sem er smávegis galli en myndin bætir það upp með handriti sem fær mann til að verða sífellt forvitinn hvað gerist næst. Premonition er að hluta til svöl og öll þunglynd sem ég kalla kost. Sandra Bullock hefur ekki verið svona góð lengi og heldur myndinni algjörlega uppi. Hún leikur vel, er skemmtileg og sæt. Hún bara stendur sig vel. Fyrir utan hana þá eru aðrar persónur í myndinni leiknar mjög stereótýpulega og Julian McMahon finnst mér bara ekkert góður leikari. Óþarflega flókin mynd en samt ekki þannig að maður missi þráðinn eitthvað mikið. Premonition er ekki gallalaus en ég fílaði hana vel og ætla að sjá hana aftur. Karamellugóð mynd sem fær frá mér þrjár stjörnur ásamt meðmælum.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
Sony
Vefsíða:
www.sonypictures.com/movies/premonition
Aldur USA:
PG-13
Frumsýnd á Íslandi:
22. júní 2007