Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Þessi mynd er tilraun í eldri stíl kvikmyndagerðar, burtséð frá leikurunum, kynlífinu, blótsyrðunum og ofbeldinu þá gæti The Good German verið bandarísk kvikmynd frá 1947. Allt frá myndatöku til leikstíl er tekið frá þessu tímabili, en þrátt fyrir mikil stíltilþrif og góð framleiðslugæði þá er sagan jafn svarthvít og myndin sjálf og persónurnar frekar dauðar. Myndin byrjar í júlí árið 1945 og Jake Geismar (George Clooney) er fréttamaður fyrir New Republic nýlega kominn til Berlín til þess að fjalla um friðarráðstefnu þegar hann skyndilega hittir Lenu Brandt (Cate Blanchett) fyrrverandi elskuhuga sinn. Úr þessum söguþræði myndast vefur af fléttum tengdar saman við margar persónur, því lengra sem sögunni gengur áfram og því fleiri persónur og söguþræðir blandast inn því þreyttari verður myndin. Soderbergh sýnist mér hafa einbeitt sér einum of mikið á stílinn og of lítið á innihaldinu, en mögulega gæti það verið viljandi til þess að reyna líkjast meira myndunum frá þessu tímabili. Karakterleysið í myndinni drepur alla hugsanlega spennu og endinn hefur litla sem enga spennu, sem skilur mann eftir með nánast ekkert til þess að muna eftir, sérstaklega þar sem The Good German er morðsaga. Það er hinsvegar þessi gamli stíll sem gerir myndina sérstaka, en ekkert annað en það, yfir heildina þá er The Good German mjög athyglisverð tilraun í rætur kvikmyndagerðar en hefur alls ekki nógu sterkar persónur til þess að halda sögunni gangandi á neinn áhrifaríkan hátt. Það er mitt lokaálit, myndin er ágæt fyrir það sem hún er en stórgölluð á mörgum sviðum.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Kostaði
$32.000.000
Tekjur
$5.914.908
Vefsíða:
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
23. mars 2007