Náðu í appið
The Hitcher
Bönnuð innan 16 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnÍ myndinni er ljótt orðbragð

The Hitcher 2007

Frumsýnd: 23. mars 2007

Never pick up strangers.

84 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 19% Critics
The Movies database einkunn 6
/10
The Movies database einkunn 28
/100

Miðskólanemarnir Jim Halsey og kærasta hans Grace Andrews eru á leið heim akandi í gegnum eyðimörkina í Nýju Mexíkó á rigningarnóttu, þegar þau stoppa bíl sinn fyrir puttaferðalangi, John Ryder. Í bílnum þá er Ryder til allrar óhamingju geðsjúklingur og hótar parinu með hnífi, en Jim tekst samt að henda honum út úr bílnum. Næsta dag, þá sér parið... Lesa meira

Miðskólanemarnir Jim Halsey og kærasta hans Grace Andrews eru á leið heim akandi í gegnum eyðimörkina í Nýju Mexíkó á rigningarnóttu, þegar þau stoppa bíl sinn fyrir puttaferðalangi, John Ryder. Í bílnum þá er Ryder til allrar óhamingju geðsjúklingur og hótar parinu með hnífi, en Jim tekst samt að henda honum út úr bílnum. Næsta dag, þá sér parið John í öðrum bíl með fjölskyldu, og þegar þau reyna að aðvara bílstjórann, þá lenda þau í slysi. Þar sem þau eru nú gangandi á veginum þá koma þau að fjölskyldunni myrtri, stunginni til dauða, og Jim sér að ökumaðurinn er enn á lífi. Hann ekur á næsta veitingastað eftir hjálp, en lögreglan kennir þeim Jim og Grace um verknaðinn og fara með Jim á lögreglustöðina. John drepur síðan lögreglumanninn og eltir parið í kattar og músar leik.... minna

Aðalleikarar

Svipaðar myndir


Gagnrýni (2)


Hollywood batteríið er iðið við það að endurgera myndir. Árið 1986 kom út lítil kvikmynd sem hét Hitcher. Sú mynd varð mjög vinsæl og eldist mjög vel. Reglulega er vitnað í þá mynd. Þeir í Hollywood ákváðu að endurgera þá mynd, með þó einhverjum útúrdúrum eins og gefur að skila. Útkoman er allt í lagi. Ágætist stundarafþreying. Í stuttu máli fjallar myndin um kærustuparið Grace (Sopiha Bush) og Jim (Zachary Knighton) en þau eru á ferðalagi til New Mexico. Á leiðinni taka þau upp nokkuð skuggalegan puttaferðalang sem kallar sig John Ryder (Sean Bean). Fljótlega átta þau sig á að hann er ekki allur þar sem hann er séður. Hann reynir að drepa þau en þau komast undan og eftirleikurinn reynist þeim erfiður því John Ryder fylgir þeim eins og skugginn.

Myndin á sýna spretti og verður á köflum nokkuð spennandi. Hún líður samt fyrir frekar lélega persónusköpun en áhorfandinn nær lítilli tengingu við persónurnar. Það er kannski helst að hægt sé að ná ákveðinni tengingu við John Ryder. Leikararnir standa sig ágætlega og það verður að segjast að Sean Bean er fantagóður sem puttaferðalangurinn.

Myndin líður samt fyrir mjög svo götótt handrit. Stundum er eins og atriðin séu samhengislaus og aðstæður verða oft frekar ótrúverðar.

En í heild er The Hitcher ágætist skemmtun svona þegar maður hefur ekkert að gera.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Grace(Sophia Bush) og Jim(Zachary Knighton) eru ungt par sem eru að keyra til New Mexico. Þau taka upp puttaferðalanga sem kallar sig John Ryder(Sean Bean) sem þakkar fyrir sig með því að hóta þeim með hníf. Þeim tekst að henda honum út úr bílnum eftir þessar hremmingar og halda áfram. En þetta er bara rétt að byrja, þar sem að þau eru ekki nærri laus við Ryder úr þeirra leyfi. Hann drepur alla sem á vegi hans verða þangað til að annað hvort Grace eða Jim eða hann deyja. Þannig byrjar eltingarleikur á milli lífs og dauða í gegnum eyðimörkina og þjóðvegi...

The Hitcher(2007) er fjórða “hryllingsmynd”(meira spennumynd) endurgerðarfyrirtækis Michael Bay Platinum Dunes(Texas chainsaw massacre, Amityville horror) sem hafa gert R-rated(bannaðar innan 17 ára en hver sem er má fara inn með einhverjum sem eru kominn yfir 17 ára aldur) skemmtilegar afþreyingar hryllingsmyndir sem eru endurgerðir af svona hálf klassískum myndum. The Hitcher(1986) sem var með Rutgher Hauer og C. Thoms Howell í aðalhlutverkum er nýjasta endurgerðin þeirra og því miður sú versta hingað til. Aðal gallinn felst í handritinu sem er næstum því algjörlega eins og upprunalega handritið sem var að mínu mati var ekki nógu gott. Handritshöfundarnir Eric Red(Near dark, upprunalega Hitcher), Jake Wade Wall(When a stranger calls endurgerðin) og Eric Bernt(Romeo must die) hefðu getað gert eitthvað nýtt og miklu betra í staðinn fyrir að herma algjörlega eftir upprunalega handritinu. Hún hefði getað orðið svo miklu betri ef nokkur(eða mörg) atriði hefðu verið endurskrifuð. Það fáa sem gerir þessa öðru vísi en uppruanlega myndin er kyn aðalpersónanna, í upprunalegu var það einn unglingsstrákur sem seinna kynntist þjónustu stúlku sem drógst inní þetta með honum á meðan núna í endurgerðinni eru aðalpersónurnar myndarlegt par og stelpan í aðalhlutverki. Reyndar finnst mér þessar breytingar vera hálft tilgangslausar og betri eins og þær voru. Önnur breyting sem má nefna er að í upprunalegu myndinni var John Ryder eins og hann hefi ofurkrafta(ekki það að það hafi verið gefið fram, en það var svolítið gefið í skyn þar sem hann var rosalega sterkur og komst upp með næstum allt), eins og hann væri ekki héðan(en mér fannst það frekar asnalegt) en hér er hann venjulegur(ok kannski ekki alveg venjulegur en allavega ekki súpernátturlegur), sterkur, ofbeldissjúkur og geðsjúkur.

Þegar ég sá upprunalegu Hitcher í vetur þá varð ég fyrir nokkrum vonbrygðum, allir hafa kallað hana “classic”,”cult classic””classic horror” eða “cult favorite”(það er ekki amalegt) en fyrir mig var myndin ekkert af þessu, sérstaklega langt frá því að vera hryllingsmynd, meira action thriller, það er endurgerðin líka. Þegar ég sá upprunalegu myndin bjóst ég við(og langaði að sjá) meira ofbeldi, blóð og gore ásamt óhugnaði og spennu(ekki að þessir hlutir gera myndir betri en hefði samt bætt hana) en endurgerðin bætir það aðeins en ekki nóg.

Leikstjórnin var nú ekkert sérstök en hann hefði getað gert betri mynd ef handritið hefði verið betra. Myndatakan var ágæt en þá var myndatakan betri í upprunalegu útgáfunni. Þrátt fyrir að vera aðeins 84 mín þá var hún samt frekar leiðinleg á tímabili sérstaklega þar sem maður var að horfa á nákvæmlega það sama og í upprunalegu myndinni.

Sophia Bush(One Tree hill, John Tucker must die) er nú ekki sérlega góð í sínu hlutverki en ekkert rosalega léleg heldur. Zachary Knighton er alveg ágætur og Sean Bean sömuleiðis auk þess þá fílaði ég hans túlkun á Ryder meira en Ruthger Hauer.

The Hitcher er endurgerð á ofmetinni mynd sem hefði getað verið betri og það sá á við þessa endurgerð, kvikmyndagerðarmennirnir hefðu getað gert svo miklu betri hluti heldur en að herma nákvæmlega eftir upprunalegu myndinni. Hinsvegar þá er The Hitcher allt í lagi afþreying sem gerir nákvæmlega sem maður býst við af henni hvað varðar skemmtun og ofbeldi en ekkert meira, ég verð samt að vera svo frakkur að segja að ég “fílaði” þessa útgáfu píííííííínu ponsu meira en þá upprunalegu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Sjá allar gagnrýnir
Skrifa gagnrýni
Skrifa gagnrýni
Fyrirsögn
Senda inn
(Anda rólega, getur tekið smá tíma að fara yfir)
Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn