Náðu í appið
24

24 2001

(Twenty-Four)

Enska

Sjónvarpsþættirnir 24.

Aðalleikarar

Leikstjórn

Gagnrýni (1)

Ávanabindandi sjónvarpsofbeldi
Það er ekki mikill vani hjá mér að rýna í sjónvarpsþætti. Ég býst við að nálgunin að slíkri umfjöllun sé töluvert öðruvísi heldur en þegar um hefðbundnar kvikmyndir eru að ræða. Ég reyni mitt besta.

24 fjalla ég um af ýmsum ástæðum, en þær leiða flestar að þeirri fullyrðingu að þetta reynist vera með því betra sjónvarpsefni sem að sagan segir af. Það er a.m.k. lítill vafi á því að hér sé á ferðinni afburðar efni í góðan þriller, og sem slíkur hefur þessi þáttur náð að halda ótrúlega góðum dampi.

Eins og gengur og gerist með ýmislegt efni sem að krefst 100% athygli áhorfandans meðan að taugatrekkjandi atburðarás á sér stað, þá á 24 til með að missa sig í nokkrar langsóttar formúlur, og stundum verður maður að henda rökhugsun út um gluggann. Burtséð frá slíkum smáatriðum, sem í raun og veru reynast sjaldséð í þessum þætti, þá er plottið yfirleitt bæði trúverðugt og jarðbundið, og líklegast eins nálægt raunveruleikanum og afþreyingarsjónvarp nær að framkalla út úr svona hráefni.

Ég hef alltaf litið á 24 sem afbragðs sápuóperu. Ef að viðkomandi þykir efnið spennandi, þá getur það verið alveg sláandi hversu erfitt það er að slíta sér frá áhorfinu. Hver einasta sería er byggð upp þannig að söguþráðurinn nær að halda góðu flæði. Stíllinn er líka að sjálfsögðu einkennandi, ef eitthvað er þá er 24 þekktast fyrir ákaflega vandaða notkun á rauntímanum ásamt góðri blöndu af kvikmyndatöku og klippingaraðferðum.

Hvað rauntíma-effektið varðar, þá get ég rétt ímyndað mér hversu erfið vinna það er að láta hvern einasta þátt smella saumlaust við þann næsta í samræmi við klukkuna, en einhvern veginn nær þátturinn að gera það með þrusugóðum árangri. Maður þarf svolítið að útiloka þá tilhugsun að stundum tekur það persónurnar einhverjar 5 mínútur (í L.A?? Ekki líklegt) að ferðast á milli staða. En fyrir utan hversu virkilega mainstream og harðir þessir þættir eru, þá sogast ég oftast inn í þá af sökum persónanna og þá aðallega vegna handrits sem nær að halda um taumanna á sköpun þeirra út í gegn án þess að láta plottið drekkja slíku.

(Ég tek það fram samt sem áður að þessi umsögn miðar ekki áhorf á fáeinum þáttum. Sem gallharður DVD-fíkill þá hef ég eignað mér þær seríur sem hingað til hafa komið út, og til að hafa efnisinnihaldið markvissara, þá ætla ég mér örlítið að kryfja hverja og einustu.)

Fyrsta serían kom út árið 2001 og olli talsverðri byltingu í sjónvarpsgeiranum. Eins og meirihlutinn gerði, þá lifði ég mig talsvert inn í hana, og þá líklega vegna þess að uppbyggingin virkaði svo vel við söguþráðinn. Atburðarásin var nett spennandi og persónurnar komu alls ekki illa út. Ég tala nú ekki um það hversu vel Kiefer Sutherland náði loksins að sýna fólkinu hversu mikill töffari hann í raun og veru er. Fyrsta serían þjáist samt fyrir það, að þar sem að aðstendur voru ennþá að ná tökum á rauntíma-effektinu (ásamt bara öllu tengdu því sem að gerðist á skjánum), þá virkar hún töluvert hæg og eiginlega kremja þeir fyrir alltof mörgum stefnubreytingum og sub-plottum. Lokahnykkurinn var samt alveg
meiriháttar og skildi mann eftir langandi í meira.

Önnur sería stóð sig miklu betur í því hvað meðhöndlun á plotti varðar. Handritsvinna var orðin öflugri og atburðarásin töluvert þéttari. Dramað fór líka batnandi eftir að fyrri serían hafði misstigið sig á vissum sviðum í byrjun. Leikur var til fyrirmyndar og spennu-faktorinn var til staðar í hverjum þætti. Ég fann kannski fyrir smá þreytu í yfirheyrslusenum, enda voru þær í vel góðu magni. Annars vegar, mjög gott efni og stór plús fyrir vel útfærðan hasar.

Sú þriðja er líklega ein af þeim bestu hingað til. Plottið er æðislega vel uppsett og framvindan enn betri. Ég hef eflaust ekki setið eins fastur yfir öðrum eins þriller lengi. Það var fátt sem að ekki gekk upp í þessari umferð. Hér um bil allt var til staðar; áhrifarík persónuátök, óvæntar uppákomur, ferskleiki við hvert horn svo aðeins eitthvað sé nefnt. Athyglin helst vel út og var ég einkum hrifinn af því hversu vel unnið var úr eins klisjukenndum söguþræði og bannvæni vírusinn. Frábær sería og mun meira fullnægjandi endir heldur en áður.

Fjórða sería ætlaði ekki að vita hvað hún væri að gera upphaflega. Hún kynnir margar nýjar persónur og breytir sögusviðinu um töluvert. Átökin í þessari seríu eru ótrúlega góð, leikurinn e.t.v. mun betri heldur en nokkru sinni fyrr en söguþráðurinn er alltof dreifður. Hlutirnir gerast bara og er lítið sem að tengir viðburðina saman. Gæða sjónvarpsefni, ekki spurning, en klárlega slakasta syrpan í röðinni.

Svo komum við loks að þeirri nýjustu (a.m.k. þegar þetta er ritað), seríu 5. Stórkostleg sería frá A-Ö. Ótrúlegur kraftur kominn í dramað og bara fátt að setja út á almennt. Góð framvinda en vissulega fylgir mikill pirringur varðandi endinn. Sumsé, ekki fullkomin en ásamt nr. 3 er þetta án efa sú besta.

Það verður spennandi að sjá hvernig áframhaldið verður. Það kemur mér á óvart hversu vel 24 hefur náð að haldast út án þess að missa bæði damp og orku. Einhvern veginn hefur mér ekki enn tekist að fá leið á efninu, en þó er ég ekki mjög bjartsýnn á það ef að áætlunin er að halda eitthvað mikið lengur áfram. Ef að syrputalið fer einn daginn að nálgast 10 þá hef ég miklar áhyggjur. Auk þess er ósköp takmarkað hversu mikið lengur ætlast er til að áhorfandinn kaupi það að Jack Bauer sé alltaf að lenda reglulega í klípum, og þegar kemur að einhverju eins og að bjarga heiminum oftar en einu sinni, þá strekkir það fullmikið á trúverðugleika manns.

Það þarf ekki mikið til þess að klúðra frábæru efni og ég vil endilega sjá 24 keyra sig út með stæl. Sjáum til hvað skeður. Í bili, þá hlakka ég til að sjá sjöttu lotuna á næsta ári.

8/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Sjá allar gagnrýnir
Skrifa gagnrýni
Skrifa gagnrýni
Fyrirsögn
Senda inn
(Anda rólega, getur tekið smá tíma að fara yfir)
Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn