Náðu í appið
Bönnuð innan 6 ára

Keeping Mum 2005

Frumsýnd: 16. júní 2006

Some family secrets are best kept...buried.

103 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 57% Critics
The Movies database einkunn 53
/100

Walter Goodfellow, prestur í enska smábænum Little Wallop, hefur vanrækt hjónabandið við konuna Gloria, og er orðinn svo fjarlægur fjölskyldunni að hann tekur ekki eftir því að dóttir hans, hin 17 ára gamla Holly, byrjar og hættir með hverjum kærastanum á fætur öðrum, og sonur hans Petey, þorir ekki í skólann vegna þess að þar er honum strítt. Í örvæntingu... Lesa meira

Walter Goodfellow, prestur í enska smábænum Little Wallop, hefur vanrækt hjónabandið við konuna Gloria, og er orðinn svo fjarlægur fjölskyldunni að hann tekur ekki eftir því að dóttir hans, hin 17 ára gamla Holly, byrjar og hættir með hverjum kærastanum á fætur öðrum, og sonur hans Petey, þorir ekki í skólann vegna þess að þar er honum strítt. Í örvæntingu sinni, og þrá eftir því að eftir sér sé tekið, þá fer Gloria að gera sér dælt við Lance, bandarískan golfleikara, sem tekur hana í “einkatíma”. Vandamálin í fjölskyldunni byrja að minnka þegar Grace Hawkins, nýja ráðskonan, mætir á svæðið og lætur til sín taka, eins og nokkurskonar drungaleg og dularfull útgáfa af Mary Poppins. ... minna

Aðalleikarar


Bráðskemmtileg mynd með hinum eina sanna breska húmor. Ég hló miklu meira en ég hélt ég myndi gera. Var nú eiginlega yngst í salnum en allir skemmtu sér mjög vel. Frábær persónusköpun er í myndinni og öll hlutverk í traustum höndum. Rowan Atkinson yndislegur sem alvörugefni presturinn og Maggie Smith fer á kostum sem morðóða amman sem er svo ung í anda. Báðir þessir leikarar eru að leika hlutverk frekar ósvipuð sínum fyrri og þessi mynd getur ekkert nema bætt ímynd þeirra. Og Patrick Swayze leikur bandaríska perrann svo vel að hann fær mann eiginlega til að hata karakterinn. Mynd um konu sem myrðir mann og annan til að halda 'heimilisfriðinn' hefði nú laglega getað farið úrskeiðis. En þetta er bresk skemmtun eins og hún gerist best og því engin formúlumynd, heldur kemur hvert atriði að einhverju leyti á óvart. Um leið og maður er frekar smeykur við gömlu kellu þá þykir manni svo vænt um hana. Það er þessi einlægni hjá Grace og í raun einlægnin í myndinni sem slíkri sem gerir hana svo áhugaverða og skemmtilega. Keeping mum heldur athygli manns allan tímann og er mjög eftirminnileg, enda sérstök og kaldhæðin með eindæmum. Myndin ætti að hrista skemmtilega uppi í tilverunni hjá hverjum þeim unglingi eða gamlingja sem langar að hlæja vel með fjölskyldunni. Góða skemmtun.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Það er ekki oft sem maður verður var við annað en bandarískar bíómyndir í hérlendum kvikmyndahúsum, nema þá helst á hátíðum þegar hver myndin er sýnd á fætur annarri, og hver mynd þá sýnd einusinni eða tvisvar, en sjaldan oftar. Keeping Mum er þó ein af þessum sjaldséðu ekki amerísku, ekki Hollíwood myndum, sem ég persónulega tel strax til kosta hennar.Myndin virðist kanski hæg við fyrstu sýn, ekki síst vegna tólistarinnar sem gefur manni þá tilfinningu að þetta sé sennilega einhverskonar tragí-kómísk rómantísk mynd (stelpumynd!) en raunin er allt önnur. Það er langt síðan að ég hló jafn mikið í bíó og aðrir í salnum virtust skemmta sér jafn vel. Fyrir hlé var mikið flissað, því fyndnu atriðin voru eiginlega atriði sem maður ætti kanski ekki að vera að hlæja að, en voru samt svo skemmtilega sett framm að maður gat ekki annað. Eftir hlé gaf fólk sér þó lausari tauminn og sumir jafnvel táruðust úr hlátri.Myndin er nokkurskonar svört Mary Poppins, en hún fjallar um ráðskonu sem kemur til starfa hjá prestsfjölskyldu nokkurri í litlum smábæ á Englandi. Ekki líður á löngu, fyrr en vandamál fjölskylunar hverfa, eitt af öðru, og maður veltir fyrir sér hvort gamla konan hafi þar ekki fingur í spilinu...Leikaravalið er að mínu mati frábært, ég þekki að vísu bara Rowan Atkinson (Mr. Bean, Blackadder o.fl) og Maggie Smith (Professor McGonagall í Harry Potter myndunum) sem eru alveg frábær í þessari mynd, en restin af leikurunum stóðu sig ekki síður vel. Sérstaklega gladdi það mig að sjá að Atkinson kann virkilega að leika, og hann skilar sínu hlutverki á mjög trúverðulegan og skemmtilegan hátt. Að vísu virðist stundum vera stutt í Mr. Bean taktana hjá honum, en það hlýtur að vera erfitt fyrir leikara sem er jafn frægur fyrir eitt hlutverk og raunin er með Atkinson, að leika (og fá að leika) allt öðruvísi karakter.Ég mæli eindregið með Keeping Mum. Hún er full af svörtum húmor, en engu að síður yndisleg og hugljúf, en samt engin formúlumynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn