Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Hópur af kjaftforum vandræðaunglingum (sem kunna ekki að leika) eru látnir þrífa hótel í niðurníðslu...og hreinlega grátbiðja að vera drepin á hrottafenginn hátt. Myndin er eiginlega eins og Breakfeast Club ef það kæmi allt í einu morðóður geðsjúklingur í heimsókn. Þessi mynd er eiginlega skilgreiningin á B horror mynd. Hún er ódýr, ill lyktandi og með óþekktum leikurum. Maður nær aldrei að kynnast persónunum nógu vel til að manni standi ekki á sama hvort þeir deyji. Plottið er svo slæmt að það er ekkert plott, krakkarnir rekast einfaldlega á gaur sem fer að drepa þau og eins og venjulega fer enginn út úr húsinu. Myndin er samt ekki alslæm. Morðinginn er nokkuð ógurlegur og það er nóg af blóði. Æ jú, hún er léleg. Ég get engann veginn mælt með að fólk horfi á þessa mynd.
Myndin er fjármögnuð af WWE (World Wrestling Entertainment) og vondi kallinn í myndinni er alvöru WWE glímukall, Kane. Ekki beint gæðastimpill.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Vefsíða:
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
14. júlí 2006