Náðu í appið
Bönnuð innan 6 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Tenacious D in the Pick of Destiny 2006

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 26. desember 2006

An epic quest. A magical guitar pick. A chance to put the D in Destiny.

93 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 52% Critics
The Movies database einkunn 55
/100

Tvíeykið í Tenacious D lendir í alls kyns skrautlegum ævintýrum í leit að Örlaganöglinni, sem er sögð vera öflugasta gítarnögl í heimi.

Aðalleikarar


JB(Jack Black) fer til Californiu og kynnist Kyle Gass(Kyle Gass) og saman ætlar þeir að stofna bestu rokk hljómsveit allra tíma Tenacious D en þeir halda að eina leiðin til þess að verða það er að finna gítar nögl sem allar frægustu rokk hljómsveitir nota. Þeir félagar halda þá í ferð til að ná í þessa gítar nögl en það er ekki svo einfalt því að djöfulinn vill líka fá hana.....

Útkoman er tónlist, húmor og algjört bull.

Að fara á Tenacious D in the pick of destiny var einnar sekúndu ákvörðun því sjálfur langaði mig ekkert sérstaklega að sjá hana, vissi ekkert um þessa hljómsveit og svo finnst mér Jack Black einstaklega ofmetinn og hræðilega leiðinlegur leikari en ég þurfti ekki að borga fyrir miðana og ég var ekki í góðu skapi svo að ég skellti mér á hana uppá jókið og bjóst við engu, frekar einhverju virkilega slæmu heldur en góðu. En eftir að hafa setið í gegnum 93 mínútur af bulli þá þarf ég að segja að hún hafi komið mér og óvart og vera bara virkilega góð afþreying og kom manni í gott skap.

Jack Black,Kyle Gass,Liam Lynch(sem einnig er leikstjórinn) sjá um handritið og það lítur út að þeir hafi verið á vímu þegar þeir skirfuðu það þetta er auðvitað ekkert gæða handritið en útkoman er mjög skemmtileg,skrítinrandom og trippy lítil

mynd.

Leikstjórn Lynch er fín. Jack Black og Kyle Gass eru líka þolanlegir. En senuþjófarnir eru Ben Stiller sem eigandi tónlistarbúðar sem veit mikið um þessa gítar nögl og svo Tim Robbins sem dularfullur maður sem vill komast yfir nöglina,

en þeir fara báðir algjörlega á kostum.

Útkoma: Tenacious D in the pick of destiny er fyndin, rosalega skemmtileg, random, fáranleg og trippy lítil gaman og tónlistarmynd sem átti að koma flestum í gott skap. Ekkert meistaraverk en mjög góð afþreying.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Meiri fókus á tónlistina væri betra
Ekki veit ég hvernig þessi mynd muni virka á þá sem hafa engan áhuga á Tenacious D, en sjálfur hef ég furðulega gaman af þessu kolbrjálaða tvíeyki.

The Pick of Destiny er bull og vitleysa út í gegn, enda nokkuð sjálfgefið fyrir þá sem að þekkja tónlistina og húmor mannanna á bakvið hana. Það jákvæða við fílinginn er einmitt það að myndin nær á köflum að vera nokkuð fyndin, en í minni bók er það eiginlega tónlistin sem að heldur öllu klabbinu gangandi.

Myndin er hröð, klikkuð og kætir mann í þokkabót með óvæntum gestahlutverkum. Hún missir eitt og eitt mínusstig fyrir einum of yfirdrifinn kjánaskap stöku sinnum, þar að auki tel ég myndina eiga erfitt með að standa á eigin fótum, þ.e.a.s. í augum þeirra sem líta bara á þetta sem venjulega Jack Black-grínmynd.

Í mínu tilfelli - þar sem að ég hef minn skammt af kjánahúmor - þá skemmti ég mér bara vel yfir myndinni, burtséð frá því að hún skildi sama og ekkert eftir sig í lokin.

6/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Tenacious D kom töluvert á óvart að mínu mati. Söguþráðurinn verður að teljast ansi sérstakur en þeir félagar Jack og Kyle halda saman í ferð í leit að hinni svokölluðu Pick of destiny sem á sér ansi sérstakann bakgrunn og er geymd í hinu svokallaða Rock and roll history museum.

Black-húmorinn er í hávægum hafður og fyrir þá sem fíla hann er þetta frábær skemmtun. Virkilega fersk mynd sem kemur skemmtilega á óvart en flokkast þó kannski ekki sem neitt meistaraverk
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Mér finnst Jack Black skemmtilegur leikari(þótt að hann er nánast alltaf eins) og því er þetta fín skemmtun fyrir mig. Það voru nokkrir mjög góðir brandarar þarna og svo komu nokkrir allveg skelfilegalélegir(og lá við að maður skammaðist sín að horfa á þetta þegar þeir komu, þeir voru það lélegir). Þeir sem fíla aulahúmar black eiga eftir að fara ánægðir heim en hinir villja væntanlega fá endurgreit. Hún fær 3 stjörnur hjá mér
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Hressileg mynd hér á ferð með þeim félögum Jack Black og Kyle Gass sem að saman mynda hljómsveitina Tenacious D.



Húmorinn í myndinni er í stíl einkennandi við Jack Black, hann hefur vissulega leikið annan karakter í gegnum tíðina en ef að hann kemur að gerð myndarinnar þá er það svona sem að hann leikur helst, og það þá venjulega sjálfan sig bara.



T.d. School of Rock, voða svipaður karakter og sama gildir um Orange County.



Fyrir þá sem að fýla Jack Black, og það ég geri þá er þessi mynd hin besta skemmtun, kemur inn á sögu hljómsveitar þeirra félaga, efast þó um að myndin sé byggð á sönnum heimildum en hverju skiptir það. JB og KG leggja af stað í ferðalag að leita að bestustu og frábærustu gítarnögl í heimi sem að gerir þeim kleift að verða stærstu rokkstjörnur heimsins og lenda í alls kyns erfiðleikum með þann pakka. Eins og ég segi, fyrir þá sem að fýla Jack black þá er þetta alveg geggjuð mynd.



Ég gef henni 3 stjörnur, mér fannst hún fantagóð, en þetta er nú samt ekkert meistaraverk. Leikarar og mynd fín, ekkert sem að ég man eftir sem að pirraði mig við áhorf myndarinnar. Um að gera að skella sér bara í bíó. /Konni
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn