The Wild
Bönnuð innan 6 áraÍ myndinni er ofbeldi
Í myndinni er ljótt orðbragð
GamanmyndÆvintýramyndBarnamyndFjölskyldumyndTeiknimynd

The Wild 2006

Frumsýnd: 22. september 2006

A whole new breed of tourist.

5.3 22474 atkv.Rotten tomatoes einkunn 50% Critics 5/10
94 MÍN

Ljónið Ryan vill komast aftur út í náttúruna, þar sem pabbi hans, Samson, átti heima. Þegar hann kemst síðan með skipi til Afríku þá fara vinir hans úr dýragarðinum til Afríku að ná í hann. Þegar þeir koma til Afríku, þá lenda dýrin í mikilli hættu. Þau þurfa að berjast við villidýrið Kazar, en þó er það aðeins barnaleikur á við aðra hættu... Lesa meira

Ljónið Ryan vill komast aftur út í náttúruna, þar sem pabbi hans, Samson, átti heima. Þegar hann kemst síðan með skipi til Afríku þá fara vinir hans úr dýragarðinum til Afríku að ná í hann. Þegar þeir koma til Afríku, þá lenda dýrin í mikilli hættu. Þau þurfa að berjast við villidýrið Kazar, en þó er það aðeins barnaleikur á við aðra hættu sem bíður þeirra, en eldfjallið er við það að fara að gjósa. Munu dýrin finna Ryan og komast frá Afríku áður en eldfjallið gýs? ... minna

Aðalleikarar

Kiefer Sutherland

Samson (voice)

James Belushi

Benny (voice)

Eddie Izzard

Nigel (voice)

Janeane Garofalo

Bridget (voice)

William Shatner

Kazar (voice)

Richard Kind

Larry (voice)

Leikstjórn

Handrit


UMFJALLANIR AF ÖÐRUM MIÐLUM


Svipaðar myndir


Gagnrýni (1)

Finding Madagascar
The Wild er það sem þú fengir líklegast út ef þú myndir setja Madagascar og Finding Nemo saman í hakkara. Þessi svokölluðu frumlegheit ásamt hugmyndafluginu á bakvið myndina bendir a.m.k. sterkt til þess.

Í þessu stjórnlausa tölvuteiknimyndaæði er þessi mynd eins auðgleymd og þær gerast. Myndin er akkúrat ekkert fyndin, og hvorki spennandi né almennilega skemmtileg. Persónurnar hitta lítið til manns og raddsetning leikaranna skilur fá sem engin spor eftir sig.

Jákvæða punkta fær myndin fyrir annars vegar fyrir ágæta grafík, þó svo að útlit eitt og sér nái aldrei að vera fullgild ástæða til að skella góðum meðmælum á eina bíómynd. Ég hef þessa umsögn stutta, og ég geri það viljandi, enda er The Wild þegar farin að hverfa úr minninu. Þannig að þrátt fyrir að vera sæmileg barnapía fyrir krakkana, þá er þessi mynd hvergi þess virði að skella á æðri stall.

4/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Fyrirsögn
Senda inn
(Anda rólega, getur tekið smá tíma að fara yfir)
Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn