Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Hver sem fer inní í hús í Tokyo deyja eða hverfa eftir að hafa stigið fæti inní húsið.
Rika, ungur hjúkrunarnemi fer í húsið til að aðstoða gamla konu sem býr hjá syni sínum og konu hans. Rika sér skrítið barn í húsinu en hjónin eiga engin börn. Gamla konan deyr allt í einu af skuggalegri fyrir framan Riku. Þegar lögreglan kemur á staðinn þá finna þau manninn og konu hans dauð uppá háalofti. Brátt fara hryllilegir hlutir að gerast fyrir Riku og alla aðra sem hafa farið inní húsið....
Ju-on: the Grudge er upprunalega myndin sem Hollywood útgafa Grudge er byggð á. Takashi Shimizu leikstýrir en hann hefur allt í allt leikstýrt 6 Grudge myndum!!!!!!!!! Fyrst tvær sjónvarps myndir svo þessari sem er einhversskonar endurgerð/ný saga af sögunni plús framhald sama ár. Og svo leikstýrði hann endurgerðinni og framhald hennar sem er væntanlegt þessa hrekkjavöku.
Mér finnst þessa útgáfa Grudge vera betri en endurgerði.
Shimizu leikstýrir vel og handritið er líka gott en það er næstum ekkert útskýrt og sagan er flókin svo að útkoman er algjörlega óútskýranleg(þangað til að maður fékk smá hjálp á imdb). Leikurinn er ekki mjög góður. Myndin er mjög svo óhugnanleg en því miður líka ógeðsleg í mörgum atriðum. Myndatakan var líka flott og útlitið á myndinn ekki sem verst. Ju-on:Grudge er góð hrollvekja með góðri sögu en ekkert mjög góð kvikmynd svo sem en ef þú ert fyrir Asískar hrollvekjur þá er Ju-on:Grudge líklega mynd fyrir þig. Miklu betri en endurgerðin.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
Lions Gate Releasing
Vefsíða:
Aldur USA:
R