Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Transamerica er um kynskipting að nafni Sabrina Osbourne eða öðru nafni Bree sem bíður eftir lokaaðgerð sem á að breita henni úr karli í konu. En líf hennar tekur frekar óvænta stefnu þegar hún kemmst að því að hún á son í new york sem heitir Toby. Hún fær símtal um það að hann hafi verið handtekinn og það þurfi að borga tryggingu til að forða honum úr fangelsi.
Vandamálið er að sjálfsögðu að hún hafði ekki hugmynd að hún ætti son og nú bannar sálfræðingurinn henni að ganga í gegnum aðgerðina fyrr en hún fer til New york og leysi þau vandamál á milli hennar og sonar hennar Toby.
Myndin finnst mér mjög góð, dramtísk og lýsir vel því sambandi sem myndast milli þeirra Toby og Bree. Sýnir manni að við erum ekkert öðruvísi þegar ást og umhiggja á sér stað.
Leikstjórinn Duncan Tucker og handritið einnig, og já þetta er svona róleg dramatísk gamanmynd og finnst mér hann gera frábæra hluti með þessa mynd.
Konan í hlutverki Bree er engin önnur en Felecity Huffman sem leikur t.d i Desperate Housewives þáttunum, og fer hún með hlutverk Bree alveg snildarlega, ég tel að hún á algjörlega skilið að fá óskarsverlaun fyrir frammistöðu sína í þessari mynd.
En já frábær mynd sem ég mæli með að allir takki sér tíma til að sjá.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Kostaði
$1.000.000
Tekjur
$13.350.369
Vefsíða:
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
17. febrúar 2006