Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefnaÍ myndinni er ljótt orðbragð

Waiting... 2005

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 18. nóvember 2005

This is not what I ordered.

94 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 30% Critics
The Movies database einkunn 30
/100

Ný vakt er að taka við á veitingastaðnum Shenanigan´s. Dan, yfirmaðurinn, ræður Mitch, 22 ára, í starfsþjálfun, með Monty, hinum tungulipra sem eltist í sífellu við stelpur til að komast með þeim á stefnumót. Dean, þjónn, sem einnig er 22 ára, finnst lífið vera að þjóta framhjá. Dan býður honum starf aðstoðarframkvæmdastjóra og hann fær frest... Lesa meira

Ný vakt er að taka við á veitingastaðnum Shenanigan´s. Dan, yfirmaðurinn, ræður Mitch, 22 ára, í starfsþjálfun, með Monty, hinum tungulipra sem eltist í sífellu við stelpur til að komast með þeim á stefnumót. Dean, þjónn, sem einnig er 22 ára, finnst lífið vera að þjóta framhjá. Dan býður honum starf aðstoðarframkvæmdastjóra og hann fær frest til miðnættis til að ákveða sig. Aðrir þjónar, matreiðslumenn og sendlar hafa allir sín vandamál. Bishop, sem er í uppvaskinu, er ráðgjafi þeirra. Á þessari vakt, þá gæti Monty lært eitthvað nýtt, Dean ákveður sig, Dan reynir við eina sem ekki er orðin 18 ára, viðskiptavinir fá makleg málagjöld, og margt fleira gengur á.... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Ef þú hefur unnið á veitingarstað, skindibitastað eða á einhverju þjónustustarfi sem sér um að láta fólk fá mat, þá verður þú að sjá þessa mynd.


Ég sjálfur hef unnið á svona stað, og sá mjög oft sjálfan mig í þesssu hlutverki, nema kanski er myndin aðeins of öfgakend. Að sjálfsögðu, því annars væri ekkert varið í hana..


Myndin er lauslega um starfsfólk veitingarstaðsins Shenaniganz og hata flestir starfið sitt á þessum blessaða stað.

Dean er strákur sem hætti í skóla, og byrjaði að vinna á staðnum, og er mjög ánægður með líf sitt, þangað til að strákur í skólanum hans fær víst mjög góða vinnu, og er að gera það gott. Þá fer Dean að hugsa hvað hann ætti að gera með líf sitt. Svo er það Monty sem finnst lífið sitt æði, og er skítsama um aðra en sjálfan sig. Svo er fullt af öðrum skemmtilegum karaterum.


Mér fannst myndin frábær, aðalega því ég hef unnið á veitingarstað, og skil fólkið svo ótrúlega vel.


Eins og einn sagði í myndinni Never fuck the people that serve you food, eða ekki ekki rífa kjaft við fólk sem er að afgreiða þig mat. Sem meikar alveg sens, þó svo að sjálfsögðu að þetta er nú svolítið öfgakent.


Mæli eindregið með þessari mynd, hló mig máttlausan.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Myndin fjallar um ungann mann að nafni Dean(22)(Justin Long) sem starfar sem þjónn á veitingastaðnum Shenaniganz, finnst honum ekkert að því ...fyrr en hann kemst að því að annar drengur að nafni Chett, sem á að hafa verið með honum Menntaskóla, er kominn með Starf hjá virtu fyrirtæki, sem fær Dean til að sjá eftir þessum 4 árum sem hann hefur sóað á Shenaniganz við að gera ekkert nema vinna, drekka sig fullan og reykja kanabisefni með starfsfélögum sínum.

Monty (Ryan Renolds) er vinur Deans og er í nákvæmlega sömu stöðu, en er á hinn boginn alveg skítsama um það, þar sem partý, dóp og kynlíf með ólögráða stelpum er hærra á forgangslistanum.

Monty fær það verkefni að þjálfa Mitch (John Francis Daley), nýjann feiminn starfsmann.

Á einni vakt fær Mitch að kynnast skrítna starfsfólkinu á Shenaniganz.

Sem meðal annars inni heldur gömlu sorakjafts kærustu Mitch, hana Serena (Anna Faris), lúðalega, bitra og leiðinlega yfirmanninn Dan (David Koechner), og yfir kokkinn hann Raddimus, sem er með typpaleikinn sem er stundaður á veitingahúsinu á heilanum.Ég skemmti mér konunglega, og miðað við hópinn sem horfði á hana með mér skemmtu þau sér vel einnig.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn