Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanir

Serenity 2005

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 18. nóvember 2005

The future is worth fighting for.

119 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 82% Critics
The Movies database einkunn 74
/100

Í framtíðinni hefur mannkynið flutt til annarra pláneta í geimnum og vísa til Jarðarinnar sem Jarðarinnar sem var. Nýtt skipulag tekur völdin þegar einræðisríki sambandsins, vinnur sigur. geimskipið Serenity með farþega með lífshættulegt leyndarmál. Sex uppreisnarmenn á flótta. Leigumorðingi veitir þeim eftirför. Þegar uppreisnarmennirnir á Serenity... Lesa meira

Í framtíðinni hefur mannkynið flutt til annarra pláneta í geimnum og vísa til Jarðarinnar sem Jarðarinnar sem var. Nýtt skipulag tekur völdin þegar einræðisríki sambandsins, vinnur sigur. geimskipið Serenity með farþega með lífshættulegt leyndarmál. Sex uppreisnarmenn á flótta. Leigumorðingi veitir þeim eftirför. Þegar uppreisnarmennirnir á Serenity ákveða að fela flóttamann um borð í skipinu, þá lenda þeir í miklum hasar og bardaga við einræðisríki, sem hikar ekki við að eyða hverju sem á vegi þess verður - til að endurheimta stúlkuna ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit

Geggjuð Sci-fi mynd
Sá þessa mynd fyrir slysni fyrsta skiptið sem ég sá hana, þurfti að taka einhverja gamla með nýrri útá leigu og hún var betri en nýja myndin sem ég tók
Handritið, söguþráðurinn, húmorinn og leikararnir eru allir til fyrirmyndar, allt frá aðalleikurunum til aukapersóna. Malcolm Reynolds er skemmtilegasti character sem ég hef séð í langan tíma. Leikstjórinn líka er nú ekki af verri endanum hann Joss Whedon (leikstjóri The Avengers sem kemur 2012 Buffy og Angel) þessi mynd hefur allt sem maður vill úr góðri sci-fi mynd.
Ef þú ert að leita að góðri sci-fi mynd með góðum húmor, Þá mæli ég eindregið með þessari

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Um síðustu helgi kom bróðir minn með mynd heim sem hann hafði fengið lánaða, og settumst ég og vinur minn niður og horfðum á þessa mynd sem ég hafði aldrei heyrt um á ævinni. Ég varð sko ekki fyrir vonbrigðum því þvílík ævintýra mynd. myndin er fyndin og er einnig spennandi frá upphafi til enda. Mæli með þessari mynd fyrir alla sem fíla skemmtilegar ævintýra myndir. Fjórar stjörnur ekki SPURNING!!!!!!!!!!!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Það þarf mest lítið að segja um þessa mynd þar sem að nafnið segir til um hversu fallega unnin þessi mynd er.



Það er hægt að segja að þetta sé vestri blandað við vísindaskáldsögu, sem er jú nokkuð rétt, en fyrir mér er þetta svo miklu meira.

Ef það er eitthvað sem kemst næst því að líta út eins og framtíðin verður, þá er þetta það sem ég sé fyrir mér að minnsta kosti.



Ef þú heldur að þú getur ekki horft á vísindarskáldsögur, og fýlar bara hryllingsmyndir kannski, þá áttu eftir að breyta gjörsamlega um skoðun eftir að hafa litið á þessa mynd.



Falleg klipping, falleg lýsing, falleg hönnun, falleg samtöl og svo margt fleira.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Hef nú ekki séð Firefly þætti, en eftir að hafa horft á Serenity, verð ég að viðurkenna að maður þarf að sjá þættina ef þeir eru eitthvað svipaðir og myndin. Þessi mynd er snilld, að mínu mati. Útlit myndarinnar er stórkostlegt og ótrúlegt hvað þeir ná að gera góðar brellur í myndinni miðað við kostnað myndarinnar. Hálfgerð blanda af Star Wars og Star Trek. Virkilega hröð og spennandi mynd. Svo fannst mér sagan soldið skemmtileg og persónur myndarinnar mjög góðar. Ef þið ætlið að leigja mynd fyrir kvöldið, mæli ég með að þið sjáið þessa. Snilldarmynd sem kemur hressilega á óvart.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég horfði á meistaraverk seinustu helgi, Honogurai mizu no soko kara(Dark water) og hina ágætu Batman Begins. Svo horfði ég einnig á grútleiðinlegar myndir,Underworld og Serenity(sem var reyndar skárri en Underworld). Serenity er byggð á sjónvarpsþáttunum Firefly sem ég hef reyndar aldrei séð og vissi ekkert um en þeir eru gerðir af Joss Whedon sem gerði Buffy(sem ég hef séð nokkra þætti af) og spinoffið Angel(sem ég hef ekki séð) og hann leikstýrir einnig myndinni.




Myndin segir frá áhöfn í geimskipinu Serenity í náinni framtíð og áhöfnin þarf að vernda River Tam(Summer Glau) unga skrítna stúlku sem býr yfir miklu leyndarmáli sem gæti tortímt orðspori ríkisstjórnarinnar. Útsendarar eru á eftir henni og áhöfnin þarf líka að komast af leyndarmáli Rivers,berjast við ráfætur/reavers og lifa af.




Mér fannst Serenity mjög leiðinleg,ekkert,nákvæmlega EKKERT gerist fyrsta klukkutímann og ég held að maður þurfi að vera rosalegt sci-fi nörd og hafa séð og fílað þættina til að geta fílað þessa. Handrit Whedons er ekki gott en ekki rusl,leikstjórn hans var sæmileg og leikurinn var ekki góður en Chiwetel Ejiofor var sæmilegur. Myndin er smá klisjukennd(ekki sérlega mikið) og samtölin eru oft asnaleg og rosalega klisjukennd. Myndin er tæknilega mjög vel gerð og tæknibrellurnar mjög góðar, myndatakan var líka mjög ágæt en mér líkaði ekki tónlistin. Serenity er með ofmetnustu myndum 2005 og er bara fyrir hörðustu Sci-fi aðdáendur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

17.03.2020

Cats formlega í skammarkróknum - Eddie Murphy fær uppreisn æru

Um helgina átti að fara fram fertugasta afhending svokölluðu Razzie-verðlaunanna (e. Golden Raspberry Awards) en samkomubann víða um heim og almennar ráðstafanir vegna kórónaveirunnar komu í veg fyrir herlegheitin þar í kring. Eins og...

09.02.2020

Cats tilnefnd til átta Razzie verðlauna

Grínverðlaunin Razzie, þar sem Hollywood velur það sem verst þykir ár hvert í kvikmyndunum, verða veitt á næstunni, og nú hafa tilnefningarnar verið birtar. Köttur úti á götu. Eins og marga hefði getað grunað ...

05.03.2019

Drekaflug á toppi aðsóknarlistans

Það er komin ný toppmynd á íslenska bíóaðsóknarlistann, teiknimyndin Að temja drekann sinn 3, eða How to Train Your Dragon: The Hidden World. Myndin hafði nokkra yfirburði í aðsókn helgarinnar, en í öðru sæti listans er Alita: Battle Angel, sem ...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn