Náðu í appið
Kung Fu Hustle
Bönnuð innan 16 ára

Kung Fu Hustle 2004

(Gong Fu)

Frumsýnd: 27. október 2005

From walking disaster to kung fu master

95 MÍNKínverska
Rotten tomatoes einkunn 90% Critics
7/10

Myndin gerist í Canton í Kína á fimmta áratug 20. aldarinnar, og segir frá bæ sem glæpagengið Axe Gang stjórnar, og Sing langar mikið að komast í gengið. Hann slysast inn í fátækrahverfi sem sérvitrir leigusalar stjórna, sem reynast vera miklir kung-fu meistarar í dulargervum. Gjörðir Sing verða til þess að Axe Gang og leigusalarnir enda í miklum bardaga.... Lesa meira

Myndin gerist í Canton í Kína á fimmta áratug 20. aldarinnar, og segir frá bæ sem glæpagengið Axe Gang stjórnar, og Sing langar mikið að komast í gengið. Hann slysast inn í fátækrahverfi sem sérvitrir leigusalar stjórna, sem reynast vera miklir kung-fu meistarar í dulargervum. Gjörðir Sing verða til þess að Axe Gang og leigusalarnir enda í miklum bardaga. Aðeins einn mun bera sigur af hólmi og ein hetja verða mesta kung-fu hetja þeirra allra.... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit

Svipaðar myndir


Gagnrýni (6)


Kung fu hustle er stórskemmtileg bardagamynd, sem er svona blanda af Kill bill og looney tunes.

Þetta er náttúrulega ekki mynd sem maður á að taka allt of hátíðlega, bara mynd sem maður leigir með félögunum og hlær sig máttlausan af. Þó svo að vitleysan sé gríðalegg þá er nú samt alvaran líka ekki langt frá, og rómantíkin ekki heldur.


En söguþráðurinn er ekki mikill, þó svo að hann sé til staðan, og meira lagt á flott bardagaatriði og mikla vitleysu.


Eina svona sem fór stundum í taugarnar á mér var hversu mikið var um tölvugerð. Maður sá stundum ketti þarna sem voru tölvugerðir, og svo framvegis. En ég hló nú bara að því, kannski það átti bara að vera ætluninn.


Það er kannski ekki allir sem fíla þessa mynd, vinur minn fannst þetta algjör vitleysa og hló sama sem ekki neitt, meðan ég og annar vinur minn hlógum okkur svoleiðis máttlausa.


En ef þú fílar Kung pow og Shaolin Soccer þá mæli ég eindregið með því að þið takið þessa..

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Snilld og ekkert annað. Stephen Chow skrifar hér virkilega fyndið handrit og leikstýrir og skilar hann báðum þessum þáttum mjög vel frá sér. Þessi mynd er svo virkilega steikt að það er ekki hægt annað en að hlæja að þessari vitleysu. Ég lá í hláturskasti út alla myndina. Hef reyndar ekki séð Shaolin Soccer, en eftir að hafa séð þessa, er mjög líklegt að maður taki hana. Það eru líka flott bardagaatriði í myndinni og svo er hún líka ágætlega flott í útliti. Einnig eru brellur og víravinna í myndinni mjög flottar og vel gert. Ef þið eruð fyrir vitleysis myndir af bestu gerð, mæli ég hiklaust með að þið sjáið Kung Fu Hustle sem fyrst. Get ekki gefið henni aðra einkunn en 4 stjörnur. Einkunn sem hún á vel skilið.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Hér eru á ferð valhoppandi Kínverjar öskrandi ´WHOA ´svífandi milli staða burtséð frá þyngdaraflinu með alskonar furðuleg vopn eða ástæður í hendur sér. Hvernig er hægt að taka þessari mynd alvarlega? Einfalt, það er ekki hægt, og hver sem gerir það þarf virkilega að hugsa betur um myndina. Kung Fu Hustle gerir grín af öllum þessum gömlu kínversku bardagavellum, svo meginmarkmið myndarinnar er alvarlegi fíflagangurinn en ekki endilega sagan sjálf, því persónulega voru sumir hlutir myndarinnar sem mér fannst vera frekar ´slappir ´ þegar það kom að sögunni. Eins og ég sagði þá er grínið meginmarkmiðið og Kung Fu Hustle er langt frá því að koma manni á vonbrigðum þar, ég hef sjaldan séð svona sýrða bardagabrandara í mynd áður. Kung Fu Hustle er sjúklega flott og vönduð mynd sem hefur furðulegustu hlutina og bestu brandara sem hægt er að ímynda sér fyrir svona mynd, það er varla hægt að segja neitt slæmt um myndina því hún gerir nánast allt sem hún getur gert. Það er mjög þess virði að sjá Kung Fu Hustle svo eina sem ég get að lokum sagt er að ég mæli með henni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er bara frábær mynd, hún er gerð af sama liðinu og gerði Shaolin Soccer (sem var líka frábær) en það er bara töluvert meira lagt í þessa.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég horfði á þessa mynd á Kínversku og með engum texta þannig að ég skildi ekki orð af því sem var sagt í myndinni, enn sammt gat ég alveg hleigið að henni, hefði hún verið með texta hefði ég örugglega ekkert hleygið neitt minna því það er svo fyndið að hlusta á Kínverja tala ;). Þetta er algjör vitleysa þessi mynd ef eihver deyr í myndinni þá er það jafn merkilegt og að þú hefur drepið flugu í raunveruleikanum. Ég held að það sé enginn söguþráður í myndinni, hún á bara að vera fyndinn,steikt og flottir bardagar. Það eru frábær ´70s bardagaatriði í myndinni. Svo eru atriði í myndinni úr gömlum myndum t.d. úr Shining þegar blóðið rennur í gegnum hurðina og svo eru það líka fleiri þannig atriði sem ég nenni ekki að telja upp. Enn til að finnast þessi mynd skemmtileg held ég að þú þurfir að vera í dáldið steiktu skapi og vera í stuði til að hlægja.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Fyrirsögn
Senda inn
(Anda rólega, getur tekið smá tíma að fara yfir)
Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn