Náðu í appið
Herbie: Fully Loaded
Öllum leyfð

Herbie: Fully Loaded 2005

Frumsýnd: 12. ágúst 2005

Start your engines...

101 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 40% Critics
The Movies database einkunn 6
/10
The Movies database einkunn 47
/100

Maggie Peyton er nýr eigandi bílsins númer 53 - Volkswagen sem hefur sjálfstæða hugsun, og hún býr hann undir að keppa í NASCAR kappakstrinum. Þar sem hún er þriðja kynslóð í NASCAR fjölskyldu, þá er kappakstur í blóðinu á henni, en henni er meinað að keppa af föður hennar, sem ofverndar hana, Ray Peyton. Þegar Ray ákveður að gefa Maggie bíl í útskriftargjöf,... Lesa meira

Maggie Peyton er nýr eigandi bílsins númer 53 - Volkswagen sem hefur sjálfstæða hugsun, og hún býr hann undir að keppa í NASCAR kappakstrinum. Þar sem hún er þriðja kynslóð í NASCAR fjölskyldu, þá er kappakstur í blóðinu á henni, en henni er meinað að keppa af föður hennar, sem ofverndar hana, Ray Peyton. Þegar Ray ákveður að gefa Maggie bíl í útskriftargjöf, þá fer hann með hana á ruslahaug til að velja úr úrvali gamalla bíla. Maggie hrífst af gömlum Nissan bíl, þegar ryðguð Wolkswagen bjalla árgerð 63 fer að vekja á sér athygli. Sér til mikillar undrunar fer hún með bjölluna, Herbie, heim. Þegar hún er á leið úr bænum til að taka við starfi hjá íþróttastöðinni ESPN, þá kemst Maggie að því að Herbie er með sjálfstæða hugsun og hefur annað í hyggju fyrir hana í framtíðinni.... minna

Aðalleikarar

Svipaðar myndir


Gagnrýni (2)


Ég fór á þessa mynd með algerlega tóman huga gagnvart henni , og það kom ágætlega út. Þessi mynd er ekki besta Herbie myndin sem ég hef séð, en ekki heldur sú versta, svo að hún er svona í meðallagi. Tæknibrellurnar eru ekkert svakalegar, en þær eru þó nógu góðar til að maður nái húmornum með þeim flestum. Ég mæli samt með að hver dæmi fyrir sig og veriði ekki að gera ykkur miklar vonir um hana...þið njótið þess bara meira ef þið tæmið hugann ;)have fun!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd virkaði á mig sem barnamynd, ekki beint sem fjölskyldumynd. Tæknibrellurnar eru ekki vel gerðar og allt virkar órauverulegt. Lindsay Lohan er að mínu mati ekki góð leikkona og mér finnst hún ekki valda hlutverki sínu vel. Myndin að minu mati höfðar til barna á aldrinum 6-10 ára.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Sjá allar gagnrýnir
Skrifa gagnrýni
Skrifa gagnrýni
Fyrirsögn
Senda inn
(Anda rólega, getur tekið smá tíma að fara yfir)
Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn