Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefnaMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnÍ myndinni er ljótt orðbragð

The Amityville Horror 2005

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 15. júlí 2005

Based on the true story. / What happened over the next 28 days has never been explained.

90 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 23% Critics
The Movies database einkunn 33
/100

George og Kathy Lutz og þrjú börn þeirra flytja inn í hús þar sem framin voru hrottaleg morð ári áður. Þau ákveða þrátt fyrir þetta að halda húsinu, og reyna að líta á sem svo að hryllingurinn tilheyri fortíðinni. Allt gengur vel þar til George byrjar að haga sér undarlega og dóttir þeirra Chelsea, byrjar að sjá fólk í húsinu. Nú byrjar hryllingurinn... Lesa meira

George og Kathy Lutz og þrjú börn þeirra flytja inn í hús þar sem framin voru hrottaleg morð ári áður. Þau ákveða þrátt fyrir þetta að halda húsinu, og reyna að líta á sem svo að hryllingurinn tilheyri fortíðinni. Allt gengur vel þar til George byrjar að haga sér undarlega og dóttir þeirra Chelsea, byrjar að sjá fólk í húsinu. Nú byrjar hryllingurinn fyrir alvöru, næstu 28 dagana. ... minna

Aðalleikarar


Því miður varð ég fyrir rosalegum vonbrigðum þegar ég sá þessa mynd. Og mun alls ekki kalla hana hryllings mynd... kannski spennumynd eða jafnvel bregðumynd ef einhver vill segja það þannig. Þótt flest bregðuatriðin í þessari mynd séu mjög útreiknanleg og þannig ekki mikill bregðuatriði. Ég ætla nú ekki að fara að eyðileggja myndina fyrir ykkur með þeim atriðum sem mér fannst ekki nógu góð... því ef ég segði þau þá væri myndin nú ekki mikil. En ég gef henni nú samt tvær stjörnur þar sem að þetta var svosem ágætis spennumynd en ekkert meira en það. Miðað við það sem ég las um myndina og kíkti á trailerinn áður en ég fór á hana þá var ég að búast við alltof miklu. En já þessi mynd hefur svipað mikið af hrylling innanbirgðis og Scary Movie og tel ég hana því ekki mjög mikla...
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd var nokkuð spúki en ekki svona blóðmynd.Yfirleitt eru hrollvekjur með draugum ekki nógu spúki.Ég mæli með þessari mynd fyrir alla hrollvekju aðdáendur.Fýnir leikarar
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég ætla að skrifa mína aðra grein um Amityville horror sem og allar eldri greinar mínar. Ég fór á Amityville horror í bíó um verslunarmanna helgina og var það um miðjan dag því þá kostaði bara 400 kr. inn. Ég var forvitinn og bjóst við sálfræðitrylli en fékk mína svakalegustu bíó ferð.

The Amityville horror er endurgerð samnefndar myndar frá 1979 og á að vera byggð á sönnum atburðum sem gerðust í Long Island og var mikið fréttaefni á áttunda áratugnum. Hinn umdeildi leikstjóri Michael Bay framleiðir og hann framleiddi líka the Texas chainsaw massacre endurgerðinni. Bay er að fara að endurgera Hitcher/Hitchhiker og the birds(NEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEI).Myndin gerist árið 1974 og segir frá Kathy(Melissa George)er ung og fögur ekkja.Hún býr með þremur börnum sínum úr fyrra hjónabandi,Billy(Jesse James),Michael(Jimmy Bennett)og Chelsea(Chloe Moretz) og nýjum eiginmanni sínum hinum indæla George Lutz(Ryan Reynolds). Þau eiga ekki mikla peninga og ákveða að fara að leita að nýju húsi og finna eitt ódýrt og þegar þau koma að skoða það þá kemur í ljós að húsið er stórt,gamallt og fallegt hús á góðum stað og það er mjög ódyrt,allt er meira en fullkomið en það er eitt: síðasta fjölskyldan sem bjó þarna,DeFeo fjölskyldan var slátruð af elsta fjölskyldu syninum eftir að hafa búið þarna í 28 daga sem sagði að raddir í húsinu höfðu sagt sér að gera það. George og Kathy flytja nú þangað samt með börnin og brátt fara hræðilegri hlutir að gerast en ég hef nokkurn tíman séð í hryllingsmynd og ég hef séð slatta. Leikurinn er bara góður enginn Verðlauna leikur en aðalleikararnir standa sig allir með prýði þá má helst nefna Melissu George,Ryan Reynolds, og Jesse James og sömuleiðis Philip Baker Hall,Jimmy Bennet og Chloe Moretz). Myndatakan var frekar góð líka. Leikstjórnin var prýðis góð og handritið var fínt en þó var hugsanlega verið að stela úr mörgum þekktum hrollvekjum(ég segi hugsanlega því ég hef ekki séð upprunalegu myndina svo að ég veit ekki hvort það sé satt en mig grunar það). Myndin á að vera byggð á sönnum atburðum en ég get nú varla trúað því en DeFeo fjölskyldan var til og hún var myrt í húsinu en ég veit ekki um Lutz fjölskylduna,margir segja að þau hafa skáldað þetta upp til að græða peninga. Myndin var rosalega óhuganleg og oft mjög ógeðsleg á köflum og er alls,alls ekki fyrir viðkvæma. Ef þu fýlar hryllingsmyndir þá get ég bennt á þessa ef þú þorir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég tók skyndiákvörðun um að skella mér í bíó að sjá The Amityville horror. Kom mér skemmtilega á óvart,ég bjóst við mynd rétt undir eða í meðallagi en svo var hún bara fín. Byggð á sannsögulegum atburðum og segir í stuttu máli frá fjölskyldu sem flytur í hús sem reynist svo vera reimt í. Fjölskyldan smám saman tærist upp og hin skuggalega fortíð hússins er dregin fram í dagsljósið og er ekki fögur. Til að byrja með er myndin dularfull og furðuleg og leikur sér að því að hræða mann með óhugnalegri stemningu sem gerir út af við öll leiðindi. Ég á við það að manni leiðist lítið sem ekkert. Svo þegar það fer að líða á seinni partinn fer myndin út í eitthvað sem lítur út fyrir að vera ripoff frá The Shining eða eitthvað álíka. Ég sá allavega ekki betur en það. Endirinn er fyrirsjáanlegur en samt tekst myndinni sífellt að halda í þessa gífurlegu spennu sem þýðir ekkert annað en það að hún er vel gerð. The Amityville horror fær tvær og hálfa stjörnu frá mér fyrir að koma mér skemmtilega á óvart. Ekkert meistaraverk en þið getið gert margan verri hlut en að kíkja á þessa.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd fjallar um hjón með þrjú börn sem kaupa sér hús í litlu plássi á Long Island sem heitir Amityville. Fljótlega eftir að þau eru flutt inn kemur í ljós að það er ýmislegt misjafnt á seyði í húsinu og áður en varir ætlar allt af göflunum að ganga sökum draugagangs.



Hér á ferðinni mynd sem er alls ekki fyrir viðkvæma eða fólk með veikt hjarta. Fjöldi atriða eru í þessari mynd þar sem eitthvað skyndilegt hrellir áhorfandann með tilheyrandi tónlist sem er til þess gerð að magna upp áhrifin og fá fólk til þess að æpa. Sem slík er myndin ansi æsileg en nær samt ekki að framkalla þann skelfilega drunga sem myndirnar The Shining og The Sixth Sense náðu svo ógnarvel. Leikararnir eru hvorki slæmir né góðir. Best er e.t.v. að segja að þeir séu alls ekki eftirminnilegir í hlutverkum sínum. Þar fyrir utan þá er handritið þannig að höfundur þess hefur ekki legið mjög lengi yfir því og er ekkert mjög hugmyndaríkur.



Myndin fellur fyrir það að nota áður kunnugleg stef sem finna má í sams konar myndum eins og t.d. í The Sixth Sense þar sem lítill drengur fer á klósett að nóttu til. Þá má finna þarna stef úr fleiri myndum eins og Poltergeist og áðurnefndri The Shining. Þar fyrir utan er fátt eitt nýtt að finna í myndinni.



Þá er í þessari mynd afskaplega lítil sagnfræði og frjálslega farið með staðreyndir. Þetta er ekki heimildarmynd um atburði sem áttu sér stað fyrir 30 árum. Hins vegar er hér á ferðinni verksmiðjuframleiðsla þar sem markmiðið er að sjóða saman nógu mikinn hrylling fyrir áhorfendur með stefjum sem finna má í öðrum myndum. Sem er ósköp skiljanlegt ef tekið er mið af því að upphaflega sagan er götótt með afbrigðum. Það hafa jafnvel verið áhöld um það hvort sú saga sé sönn eður ei, en það verður hver að meta fyrir sig.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn