Náðu í appið
Öllum leyfð

Guess Who 2005

Frumsýnd: 24. júní 2005

When he meets his future father-in-law, he may not have a future at all.

105 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 41% Critics
The Movies database einkunn 49
/100

Percy og Marilyn eru að endurnýja hjúskaparheitin á brúðkaupsafmælinu, og dóttir þeirra Theresa, kemur heim með kærasta sinn Simon. Þau hjónaleysin ætla, án þess að foreldrar hennar viti af því, að tilkynna þeim að þau ætli að gifta sig. Jones fjölskyldan er svört; og Theresu láist að segja foreldrum sínum að kærastinn sé hvítur. Percy lætur kynþáttamálið... Lesa meira

Percy og Marilyn eru að endurnýja hjúskaparheitin á brúðkaupsafmælinu, og dóttir þeirra Theresa, kemur heim með kærasta sinn Simon. Þau hjónaleysin ætla, án þess að foreldrar hennar viti af því, að tilkynna þeim að þau ætli að gifta sig. Jones fjölskyldan er svört; og Theresu láist að segja foreldrum sínum að kærastinn sé hvítur. Percy lætur kynþáttamálið ráða miklu um hvernig honum líst á kærastann, þannig að hann hrindir af stað rannsókn og kemst að því að kærastinn er nýlega orðinn atvinnulaus og hefur ekki sagt Theresa frá því. Mun þetta setja allt í uppnám?... minna

Aðalleikarar


Berni Mac hefur aldrei verið minn maður, mér hefur aldrei fundist hann fyndinn, og já hann fer oftar en ekki bara mjög svo í taugarnar á mér, en samt aldrei jafn mikið og Ashton Kutcher, sem reyndar hækkaði í áliti hjá mér eftir Butterfly effect sem var ótrúlega góð.

Þegar ég tók þessa mynd hélt ég að ég vissi alveg hvað ég væri að fara út í, bíómynd sem á eftir að vera ekkert sérstök, væmin í endan en samt fyndin á köflum, ég hélt að ég myndi hlæja allavega eitthvað.

En það sem gerðist var svolítið sérstakt, það gerðist ekkert, alls ekki neitt, myndin fjallaði um sama sem ekki neitt. Söguþráðurinn var svo þunnur og lélegur að mér bara blöskraði. Hélt að þetta myndi vera svona vitleisa, kanski í svipuðum stíl og meet the parents en ég hafði algjörlega rangt fyrir mér.

Eini jákvæði hluturinn við þessa blessuðu mynd var stúlkan sem lék kærustu Ashton kutcher,hún var lagleg, en annars var þetta bara kvöl og ekkert annað.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þegar ég fór á þessa mynd með nokkrum félögum var ég nú ekki að gera mér neinar vonir því mér hefur alltaf fundist Bernie Mac frekar pirrandi af einhverjum ástæðum sem ég skil bara ekki, en Ashton Kutcher hefur mér samt alltaf líkað ágætlega við (örugglega út af That 70´s show). Söguþráðurinn fjallar einfaldlega um mann (Ashton Kutcher)sem er að fara að hitta tengdaforeldra sína, og auðvitað verður síðan allt crazy og allt fer úrskeiðis hjá aumingja manninum af því að tengdapabbi hans virðist svo hata hann. Mér fannst þessi mynd þó býsna góð og ég hló svona við og við sértaklega að Gokart atriðinu og þegar þeir tveir voru að sofa í sama rúmi, það var drepfyndið.Leikararnir stóðu sig allir með prýði (sértaklega Bernie Mac sem kom mér á óvart) ,sem sagt fín mynd bara og góð skemmtun ef maður er í skapi til að hlæja og ég mæli harðlega með henni. Þrjár stjörnur er það sem þessi mynd á skilið.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Vá ég fór inn í salinn með vonir um góða mynd og ég fékk það tvöfalt til baka þessi mynd er æði mergjuð og bara ólýsanlega góð. Húmorinn vantaði sko ekki Ashton Kutcher,Bernie Mac þeir tveir saman og útkoman er ólýsanleg. Þetta er ein fyndnasta mynd sem ég hef farið á lengi það get ég sko sagt. Mæli með henni þessi mynd er sko fyndin.:):)ef þið farið ekki á hana þá eruð þið að missa af miklu. Gef henni 4 stjörnur.


Með kveðju Gunnar
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Fín grínmynd í bland við smá rómantík þar sem Ashton Kutcher og Bernie Mac fara á kostum í aðalhlutverkum. Myndinn fjallar um hamingjusamt par sem eru að fara heimsókn til foreldra stelpunar, enn það er eitt sem foreldranrnir vita ekki og það er að kærastinn er hvítur!!! þá fer allt í gang og pabbinn (Bernie Mac) verður ekki glaður og reynir allt til skilja þau að. Eitt af því sem pabbinn tekur uppá er að ljóstra upp leyndarmáli sem kærastinn (Ashton Kutcher) hefur haldið leyndu á meðan heimsókninni stóð á þá tekst honum að skemma samband þeirra, svo komst hann að því þau ætluðu að gifta sig þá fer hann að sjá eftir öllu og reynir að koma þeim aftur saman. Skemmtileg, vel leikinn og fyndinn mynd sem ég mæli með að allir sjái.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn