Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

House of Wax 2005

Frumsýnd: 27. maí 2005

The flesh is weak. Wax is forever.

113 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 28% Critics
The Movies database einkunn 41
/100

Sex vinir eru á leið á fótboltaleik. Þeir ákveða að tjalda um nóttina og halda áfram að keyra næsta dag. Morguninn eftir lenda þeir í veseni með bílinn, þannig að tveir þeirra fá far með ókunnugum manni inn í lítinn bæ, Ambrose. Aðal aðdráttaraflið þar er Vaxhúsið, eða House of Wax. En ekki er allt sem sýnist í bænum, vaxmyndirnar eru svo raunverulegar... Lesa meira

Sex vinir eru á leið á fótboltaleik. Þeir ákveða að tjalda um nóttina og halda áfram að keyra næsta dag. Morguninn eftir lenda þeir í veseni með bílinn, þannig að tveir þeirra fá far með ókunnugum manni inn í lítinn bæ, Ambrose. Aðal aðdráttaraflið þar er Vaxhúsið, eða House of Wax. En ekki er allt sem sýnist í bænum, vaxmyndirnar eru svo raunverulegar og bærinn er yfirgefinn - nema að þar búa tveir morðóðir tvíburabræður. Vinirnir sex þurfa nú að berjast fyrir lífi sínu og sleppa undan því að verða næstu sýningagripir í Vaxhúsinu. ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Þetta er virkilega nett hrollvekja sem kom mér virkilega á óvart. Var strax búinn að ákveða að þessi myndi vera crap en viti menn, hún var bara helvíti öflug. Hún hefur allt sem einkennir góða unglingahrollvekju: Mikla spennu, mikið blóð, virkilega creepy, sviðsmyndin og vaxheimurinn meiriháttar og svo eru sum atriðin virkilega óþægileg að horfa á. Og lokaendinn í pylsuendanum, þvílíkar gellur í aðalhlutverkum(Paris Hilton og Elisha Cuthbert, gæti það verið betra?). Ef þið fílið allt sem ég nefni hér um þessa mynd, þá ráðlegg ég ykkur að sjá þessa strax. Góð B-mynd sem er verð þess að sjá.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Mig langaði til þess að sjá unglingahrollvekjuna House of Wax í maí en því miður fór ég til Hollands daginn sem hún var frumsýnd og hún var búin í bíó þegar ég var kominn til baka en leigði hana um leið og hún kom út í október og horfði á hana með félaga mínum þegar foreldrar mínir voru í veislu. Ég verð að viðurkenna að ég hef aldrei orðið eins hræddur síðan að ég sá Identity fyrir nokkrum árum.Ég var bara að drepast úr hræðslu og ég hef séð margar hryllingsmyndir. Þegar House of Wax kom út þá voru næstu einu myndirnar sem höfðu komið út verið sálfræði tryllar og endurgerðir af japönskum hryllingsmyndum. House of wax er unglingahrollvekja og er betri en margar af sinni tegund eins og I know what you did last summer(sem ég gaf því miður þrjár stjörnur og sé eftir því)og I still know.... , Urban legend myndirnar og fleiri. Elisha Cuthbert sem Carly er betri en flestar aðrar leikonur sem hafa leikið aðalhlutverkin í unglingahryllings myndum en meðleikarar hennar eru þó síðri. Jared Padalecki og Chad Michael Murray er ágætir en senu þjófurinn er Paris Hilton sem er rosalega kynþokkafull eins og venjulega en er þó ekki góð leikkona en ekki mjög slæm eins og allir vilja meina og hún átti Razzie verðlaunin ekkki skilið. House of wax er ekki fyrir viðkvæma og er mjög ógeðsleg og hrollvekjandi. Kvikmyndin hefur enga rosalega kosti en fyrir þá sem fíla unglingahrollvekjur þá get ég með þessari. Myndin segir frá Carly sem fer með kærastanum sínunm Wade(Padalecki),bróður sínum Nick(Murray) og vini hans Dalton(Jon Abrahams) og með þeim eru svo besta vinkona Carly,Paige(Hilton) og kærastinn hennar Blake(Robert Ri´chard) en þau eru að fara á ruðningsleik skólans og neiðast að tjalda út í skógi og rekast á skuggalegann náunga í jeppa .Morguninn eftir er búið að skemma bíl Wades en hin fara á leikinn á meðan Wade og Carly fá far í smábæ til að fá hluti í bílinn. Þau finna engann í bænum nema vax myndasafn þar sem vax myndirnar eru raunverulegar en það er ástæða fyrir því að stytturnar eru svona raunverulegar og krakkarnir þurfa að reyna að halda lífi ef þau vilja ekki enda sem vax mynda styttur.

House of wax er ógeðsleg en/og skemmtileg hrolllvekja og ég get mælt með þessari fyrir þá sem fíla svona myndir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Mig langaði til þess að sjá unglingahrollvekjuna House of Wax í maí en því miður fór ég til útlanda daginn sem hún var frumsýnd og hún var búin í bíó þegar ég var kominn til baka en leigði hana um leið og hún kom út í október og horfði á hana með félaga mínum þegar foreldrar mínir voru í veislu. Ég verð að viðurkenna að ég hef aldrei orðið eins hræddur síðan að ég sá Identity fyrir nokkrum árum.Ég var bara að drepast úr hræðslu og ég hef séð margar hryllingsmyndir.

Þegar House of Wax kom út þá voru næstu einu myndirnar sem höfðu komið út verið sálfræði tryllar og endurgerðir af japönskum hryllingsmyndum. House of wax er unglingahrollvekja og er betri en margar af sinni tegund eins og I know what you did last summer(sem ég gaf því miður þrjár stjörnur og sé eftir því)og I still know.... , Urban legend myndirnar og fleiri. Elisha Cuthbert sem Carly er betri en flestar aðrar leikonur sem hafa leikið aðalhlutverkin í unglingahryllings myndum en meðleikarar hennar eru þó síðri. Jared Padalecki og Chad Michael Murray er ágætir en senu þjófurinn er Paris Hilton sem er rosalega kynþokkafull eins og venjulega en er þó ekki góð leikkona en ekki mjög slæm eins og allir vilja meina og hún átti Razzie verðlaunin ekkki skilið. House of wax er ekki fyrir viðkvæma og er mjög ógeðsleg og hrollvekjandi. Kvikmyndin hefur enga rosalega kosti en fyrir þá sem fíla unglingahrollvekjur þá get ég með þessari.

Myndin segir frá Carly sem fer með kærastanum sínunm Wade(Padalecki),bróður sínum Nick(Murray) og vini hans Dalton(Jon Abrahams) og með þeim eru svo besta vinkona Carly,Paige(Hilton) og kærastinn hennar Blake(Robert Ri´chard) en þau eru að fara á ruðningsleik skólans og neiðast að tjalda út í skógi og rekast á skuggalegann náunga í jeppa .Morguninn eftir er búið að skemma bíl Wades en hin fara á leikinn á meðan Wade og Carly fá far í smábæ til að fá hluti í bílinn. Þau finna engann í bænum nema vax myndasafn þar sem vax myndirnar eru raunverulegar en það er ástæða fyrir því að stytturnar eru svona raunverulegar og krakkarnir þurfa að reyna að halda lífi ef þau vilja ekki enda sem vax mynda styttur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Jújú, ég skemmti mér bara ágætlega, þótt þetta sé virkilega nastý og klígjuleg mynd (ég meina brennandi vax yfir lifandi fólk!!), verð að viðurkenna að ég næstum því lifi fyrir One Tree Hill og þar með Chad Michael Murray...hvernig getur maðurinn verið svona HRIKALEGA flottur?? Hann slær Orlando Bloom sko pottþétt út hehe. Hann lyftir myndinni alveg upp að sjálfsögðu (sem svona hetja sem allir eru öruggir með), Elisha Cuthbert lítur líka vel út og á góða spretti, og mér líkaði satt að segja bara ágætlega vel við París Hilton :) Það eru nú varla hægt að klúðra því að hlaupa um á rauðum blúndunærfötum og vera hrædd, ekki ef maður lítur út eins og hún ;) Jamm myndin er sem sagt svolítið mikið ,,útlit, en skemmtileg engu að síður. Gaman að sjá hryllingsmyndir með söguþræði, svona öðru hverju. Endirinn kom mér líka svolítið á óvart, ótrúlegt en satt!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég verð bara að segja að þetta nafn er alger snilld, geðveikt spooky. Myndin byrjar auddvitað á þessu típíska unglingaferðalagi og hefur maður þá nokkuð góða hugmynd um hvað koma skal, en þetta með vaxhúsið er svo nýtt fyrir mér að minnstakosti og hvað það dæmi var miklu stærra en maður bjóst við var bara alger snilld ! Svo var reyndar soldið þreytt þetta niggari-ljóska dæmið, sérstaklega þegar myndin er auglýst út á Paris Hilton, sem hefur fengið sitt drauma hlutverk greininglega. Flotta, heimska ljóskan sem deyr án mótspyrnu ! Ég var bara mjög ánægð með útkomuna, þrátt fyrir að maður hafði nú séð 80% af þessu áður þá var það samt alveg að virka.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

05.10.2012

Warner Bros. fagna 90 ára afmælinu

Reyndar ekki fyrr en þann 4. apríl á næsta ári, en fyrirtækið er þó að gíra sig upp fyrir hátíðarhöldin með því að gefa út áætlun þeirra yfir útgáfu mynda sinna á DVD og Blu-ray út árið 2013. Hún er stútf...

25.01.2012

James Wan undirbýr The Conjuring

Eflaust kannast flestir ekki við leikstjórann James Wan af nafninu einu, en síðan að 21. öldin byrjaði hefur hann staðið bakvið sumar af ferskustu hryllingsmyndum aldarinnar hingað til; þar ber helst að nefna fyrstu Sa...

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn